Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 43
43 leiðin sýnd bæði saman og garðlag fyrir ofan. Þau snúa frá norð- vestri til suðvesturs. Það eru að mínu áliti engin leiði, heldur upp- hækkanir undir heylön, eða tvær mjóar lanir samhliða, — því slægja er þar i brekkunum, — og hefir garðlagið fyrir ofan átt að lilífa við vatnsrensli. Sýnd var mér tóftin, þar sem kotið liei'ði átt að vera; virtist mér það ekki annað en beitarhússtóft og varla eldri en frá byrjun 19. aldar. önnur merki sjást þar ekki. Þó skal eg geta þess, að mér var sýndur steinn, er skyldi hafa verið festar- steinn bátsins. Það er svo sem vættarþungur hnöllungur með nokkrum kanti á einn veginn og er þar gat í gegnum nál. 3 þml. í þvermál. Það er kringlótt að mestu, en þó eigi svo reglulega myndað, að full ástæða sé að álíta það mannaverk. Þykir mér lík- legra, að það sé gert af náttúrunni, og að öll sögnin um kotið og hjónin sé tilhæfulaus. Þorvalclur hinn veili. Svo segir í Kristnisögu, 8. kap. »En þá er Þangbrandr kendi trú fyri mönnum á íslandi, tóku margir menn þat til, at níða hann; þat gerði Þorvaldr hinn veili, er bjó i Vík í Grímsnesi«. Síðar í sama kap. segir, að þeir Þangbrandur og Guðleifur »fundu Þorvald hinn veila við Hestlæk ok vágu hann þar«. En Njála segir, að Þorvaldur hafi ætlað að sitja fyrir Þangbrandi á Bláskógaheiði (sem án efa er misgáningur og á að vera Lyngdalsheiði). Því verður ekki neitað, að vísurnar, sem Þorvaldur kvað til Ulfs Uggasonar, innihalda áskorun um liðveizlu móti Þangbrandi. Mun Njála hafa réttara að því leyti. Hitt mun misskilningur, sem Njála gefur í skýn, að Þorvaldur hafi haft fyrirsát við Hestlæk og að njósnarmað- ur gerði aðvart um fyrirsátina. Þorvaldur gat ekki átt von á þeim ofan í Grímsnes, er þeir ætluðu að sjálfsögðu til alþingis. Njósnar- maður hefir líklega látið þá Þangbrand vita, að Þorvaldur œtlaði að sitja fyrir þeim, en væri þó enn heima. Þá hafa þeir brugðið við og farið ofan í Grímsnes til þess að verða fyrri til og drepa Þor- vald. Þess hefir hann ekki átt von. Þeir hitta hann við Hestlæk, að líkindum óvaran, og til þess bendir Kristnisaga; mun hún að því leyti hafa réttara, að för þeirra i Grimsnes var blátt áfram atför að Þorvaldi, þó það væri ekki hefnd ívrir níð, eins og atförin að Vet- urliða skáldi. I sumar spurðist eg fyrir í Grímsnesinu um örnefni eða munn- mæli, sem gefa kynni upplýsingar um, hvar það var, sem Þorvald- ur féll. En það var árangurslaust. Að eins er það víst, að Vík í 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.