Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 44
-44 Grímsnesi, bær Þorvalds, er sama sem Heyvík við Hestvatn. Er sá bær nú á dögum ot't nefndur »Eyvík«, en hitt er án efa réttara. Forskeytið frarnan við Vík er sett til að greina Vik í GHmsnesi frá Vík í Grafningi: hún heitir Haga-Vík, því hennar aðalkostur er hag- lendi gott, en Vik í Grímsnesi heitir Hey-Vík, því hennar aðalkost- ur er heyskaparland gott. Ilestlækur getur ekki annar verið en lækur sá, eða, ós sem Hestvatn hefir afrensli um. Hann er nú kall- aður Slaukad), og er ekki auðvelt að hugsa sér, hvernig svo ljóst og auðvelt örnefni sem »Hestlækur« hefir getað breyzt í slíkt ör- nefni. Mér dettur í hug að vera kunni, að einhver (t. a. m. útlend- ingur) hafi nefnt Hestlæk með svo kiaufalegum framburði, að fyrstu stafanna: he, hafi ekkert gætt, en að eins heyrst sem stlœk eða slœk. En svo hafi gárungar haldið þessu uppi í háði og lagað á sína visu, hafi það svo haldist uppi og orðið að vana, fyrst í nágrenninu og svo færst lengra burtu. Þessa tilgátu legg eg auðvitað ekki mikla áherzlu á, enda kemur hún ekki Þorvaldi við eða vígi hans. Milli Ormsstaða og Hamra er holt fram við lækinn (Hestlæk, nú Slauku). Það heitir Maurholt. Um tildrög þess örnefnis vita menn eklcert. Mun og sjaldgæft að kenna við »maur«, og ekki hægt að sjá, hvernig það gæti átt við á þessum stað. Er mér nær að halda, að það sé afbökun úr einhverju öðru. Djarft er samt að geta þess til, áð upprunalega hafi holtið heitið Morðholt og liafi nafn sitt af drápi Þorvalds. Þeir Þangbrandur hafi ekki borið þá virð- ingu fyrir vorum heiðnu landslögum, að þeir hafi lýst viginu, og áhangendur Þorvalds því kallað það morð. Úr orðinu morð gat í óskýrum framburði orðið mor, en svo aflagast og orðið maur. Mörg eru dæmi upp á óeðlilegar afbakanir, og þetta er .ekki meiri fjar- stæða en að breyta »Hestlæk« í »Slauka«. En samt skal eg sleppa þessu. -— Viðurnefni Þorvalds: hinn veili, hygg eg að sé sama orð og viðurnefni Arnar: vœlí; mun það þýða hinn vélráði og vera gefið af óvinum. Grímsstaðir í I»ingvallasveit. Svo segir í Harðarsögu, 5. k.: »Grímr keypti þá land suðr af Kluftum, er hann kallaði Grimsstaði ok bjó þar siðan«. En í 19. k. segir svo: »Hann (Indriði) fór Jórukleif ok svá til Grímsstaða ok þaðan Botnsheiði ok svá í Botn«. Ef það eru sömu Grímsstaðir, sem talað er um á báðum þessum stöðum, þá er annarhvor stað- urinn ónákvæmlega orðaður. Kluftir (sandkluftir) eru milli Ármanns- fells og Mjóufjalla. Suður frá Kluftiun er skógi vaxið hraun til

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.