Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 47
it ingu, sem er gíld dagslátta að stærð og við vesturhorníð vottar fyr- ir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáan- lega á að vera Ródölfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni liér á landi í fornöld, öðrum en Róð- ólfi biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í liald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn ha-fa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg eg að t í Rófólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi manns- nafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan hald- ist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í manns- nafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áð- ur rit hófust hér á landi. Prestastigur. Forn vegur liggur yfir ofanvert Þingvallahraun. Hann liggur frá Reyðarmúla (nú Reyðarbarmi) til norð-vesturs yfir Hrafnabjarga- liáls, ofan af honum skamt vestur frá Hrafnabjörgum, norður lijá bæjarrústinni, sem þar er og svo þvert yfir hraunið til Armanns- fells og kemur á þjóðveginn litlu fyrir neðan Hofmannafiöt. Þessi vegur heitir Prestastígur. Er sagt að prestar af Vesturlandi hafi oft íarið hann 'í Skálholtsferðum sínum. Og svo er að sjá, sem Sturla Sighvatsson hafi farið hann, er hann fór Apavatnsför. Það er miklu beinna en að fara um Þingvelli. En mjög er þessi leið ógreið víð- asthvar, svo mjó að eigi getur farið nema 1 hestur í senn og að því skapi er hún grýtt. En hvar sem liún liggur um greiðfæra bletti, verður hún að mörgum og djúpum götum. Þar af sést, að allmikil umferð hefir verið þar fyrrum. NúerPrestastígur ekki notaður. Skálholtsmannavegur. Eins og kunnugt er, liggur alfaravegur frá Skáliiolti út yfir Spóastaðaferjustað; svo liggur hann fyrir norðan Mosfellsfjall, út yf- ir Grimsnesið milli Apavatns og Þóroddsstaða, svo út ýfir austan-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.