Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 49
49 og ei' hún viðlíka fomleg' og' gerðið. sjálft. Hún er í norðurhorni g'erðisins. Það er ekki ómerkilegt, að örnefni eru kend við munka á þeim slöðum, sem eig'i voru klaustur nærri, t. d. Munkasetur á Býjarskerseyri. Það má ef til vill ímynda sér, að munkar, sem reknir voru úr klaustrum á fyrri hluta 16. aldar, svo sem úr Viðey, hafi tekið sér aðsetur hvar sem bezt gekk, og séu örnefnin við þá kend. En líka má ímynda sér, að þau séu kend við einsetumenn, er hér hafi verið í fyrstu kristni eða áður klaustur voru sett. Þetta getur hvorttveggja verið. Ut af þessu dettur mér í hug að athuga bæjarnafnið Vatnsleysu; það hefir verið, og er, óráðin gáta, hvernig á þvi er háttur. Því þar er enginn skortur á vatni. Bærinn stend- ur á lækjarbakka og á alla vegu er skamt til mýra. Af landslagi má sjá, að lækurinn hefir alt af ruunið á sama stað. Því hafa sum- ir gi/.kað á, að bæjarnafnið eigi að vera 1 ’að.s-Jeysa, af því bæjar- lækurinn hafi þótt illur yfirferðar. En þá mundi nafnið vera Vað- leysa, því svo kalla menn þar, sem illslarkandi er yfir ár eða læki. Það á og ekki við um þann læk. En hafi hér nú búið munkar, meinlœtamenn, væri þá ekki hugsanlegt, að þeir hefði á vissum tím- um neitað sér um að drelclca vatn? Og lægi þá ekki nærri, að aðrir menn lrefðu, — af undrun, ef ekki af háði, — gefið bænum nafn eftir því? Vita menn ekki dæmi, er þessu séu samsvarandi? í Holtum. Milli Vatnsleysu og Múla í Biskupstungum er breitt mýrlendis- svæði. A því er á einum stað holtaþyrping, og er það kallað »í lIoltum«. Það er í landi jarðarinnar Holtakota og er þar sauðahús þaðan. Það stendur á gömlum rústum, sem á þann liátt eru eyði- lagðar. Þar hafa verið fleiri sauðahús áður, og eru tóftir þeirra ný- Legar. Þannig er ekki hægt að átta sig á, hvað af rústuuum má fornt kalla. Nokkru ofar, hærra á holtinu, er forn túngarður, og í brekkunni niður frá honuin er fornleg tóft, og er hún áföst við vesturenda garðsins. Hún liggur frá norðri til suðurs, nál. 10 faðma löng. Miðgafl er i henni ofan til um miðju, og verður ekki sóð, hvort dyr efri tóftarinnar liafa verið á hliðinni eða miðgaflinum. Dyr neðri tóftarinnar eru á neðri endanum. Hygg eg lielzt, að þetta sé fjóss- og hlöðutóft. Þaðan liggur túngarðurinn fyrst til austurs nokkuð lengi, en snarbcygist svo til suðurs og gengur þá ofan að mýri. Fyrir innan krókinn á garðinum er tóft, nál. 6 faðma löng, snýr til suðurs og liefir dyr á suðureuda. Eigi er miðgafl í' henui. Garðuriun greínist í tvo arrna skamt íyfir ofan mýrina, ná 7

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.