Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 50
50
báðir armarnir niður að mýrarjaðrinum og er þar þvergarður milli
þeirra. Verður við það þrihyrnd girðing. Þó er eísta horn hennar
skorið frá með stuttum þvergarði. Þar við myndast þrihyrndur smá-
reitur, sem án efa hefir verið sáðreitur. Svo segja munnmæli, að
bygð hafi verið í Holtum til forna, og að þar hafi verið liöfuðból
og kirkjustaður, en að Holtakot hafi verið hjáleiga þaðan. Nafnið
Holta&oí bendir líka til að svo haíi verið. Er að sjá sem þá hafi
þar verið fleira en eitt býli, því enn er bærinn ávalt nefndur »í
HoltakotMw«. Er sagt að bærinn og kirkjan liafi staðið þar, sem
fjárhúsin hafa síðan verið sett. Þaðan er fjóss- og hlöðutóftin, sem
fyr var getið, eigi langt frá, og hefir hún víst tilheyrt heimabænum.
Skamt vestur frá tóftunum er kaldavermslisdý með ágætu vatni og
hefir það verið vatnsból bæjarins. Það er kallað »Holtabrunnurinn«.
Hvergi er, það eg veit, getið um þenna bæ í ritum, og hefir liann
án efa lagst snemma í eyði.
Þess skal getið, þó það komi ekki fornleifum við, að bak við
fjárhúsin, og mjög svo nærri þeim, er gjá, sem raunar er orðin að
uppgróinni graslaut, en rifnaði þó nokkuð aftur í landsskjálftunum
1896; þó er það nú að gróa á ný. Stefna gjáarinnar er frá norð-
austri til suð-vesturs, eða því nær eftir línu milli Gieysis og Reyk-
holtshvers. Eigi er þetta hraungjá, því hraun er þar hvergi nálægt.
í Helludal.
Neðarlega í túninu i Helludal í Biskupstungum er fornleg tóft,
tvískift af miðgafli, sem dyr eru á, og útidyr á enda framtóftarinn-
ar. Er tóftin kölluð hoftóft. En það ætla eg að eigi sé rétt, og
virðist mér hún fremur líta út fyrir að vera fjóss- og hlöðutóft Það
styrkir og þá ætlan, að þar skamt frá í túninu er önnur rúst, þrí-
skift, sem án efa er forn bæjartóft. Ilvortveggja rústin er niður-
sokkin og óglögg. Fyrir ofan vesturtúnið er forn garðspotti milli
lækja tveggja. Hann heíir verið svo þykkur, að hann hefir klofnað
neðan til og svo sigið ofan í sjálfan sig, svo að hann iíkist næstum
langri og mjórri tóft í fljótu áliti.
Steinsliolt.
Eigi vita menn af eyðibæjum á Biskupstungnafrétti fyrir heim-
an Hvítá. En niðri í bygð, nokkru fyrir neðan, beina línu milli
efstu bæjanna, Hóla og Brattholts, er eyðibýli, sem Steinsliolt heit-
ir. Þar er nú alt blásið. Bærinn hefir staðið sunnan í litilli hæð,