Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 51
51 og hefír hleðslugrjótið úr honum hrunið niður, svo undirstöður sjást eigi svo gjörla, að húsaskipun verði ákveðin. Eigi vita menn, hve- nær þetta býli hefír lagst í eyði. Um leið skal eg geta þess, að norður frá Hólum heitir Ar- brandsá og Árbrandshólmi. Þau örnefni minna á Ásbrand land- námsmann og eru ef til vill kend við hann. En þá hefir s (í ás) breyzt í r og hefir það víðar átt sér stað. Laugartorfa. í Árb. FornLfél. 1894, bls. 8, gat eg um þingstaðarmenjar á Laugartorfu milli Helludals og Neðradals (sem fyrrum hét Neðii- Haukadalur), og sló eg því fram, að þetta mætti setja í samband við það, er Gmðmundarsaga biskups nefnir »lögréttu í Haukadal«. Gat eg þess, að á torfunni hefði eg séð 2 hringa og fyrir víst 12 tóftir er liktust búðatóftum, og að þar gæti verið fleiri, þótt eigi sæist, því hrísið væri að vaxa. Aftur er Laugartorfa nefnd í fylgiriti við Árb. 1899, bls. 36. Þar skýrir Daníel Bruun kapt. frá því, að hann skoðaði þenna stað og sá hringana báða, en eigi sá hann fleiri en 5 tóftir aðrar, því hrísið hafði vaxið yfír hinar. Áleit hann þetta fjárhúsatóftir og hringaná gjafahringa. Það mundi hann naumast hafa álitið, ef hann hefði séð allar þær tóftir, sem eg sá þar, því trauðla munu sjást 12 eða fieiri fornlegar fjárhústóftir á einum stað, jafngamlar að sjá. Og auk þess var það lengi fram eftir öldum, að á Suðurlandi voru engin hús gjör fyrir »útigangsperiing«. Mér þyk- ir því, enn sem fyr, líklegast, að hér liafi verið þingstaður. Iíafi það ekki verið, þá veit eg ekki hvað eg á að ímynda mér um þess- ar tóftir. -— Þess skal eg .geta, að eg kom þangað í sumar, en gat þá ekki séð nema annan hringinn og eina af tóftunum. Svo mjög hefir hrísið vaxið. 7*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.