Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 60
S k ý r s 1 a.
I. Aðalfundur félagsins 1905.
Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 21. nóv. Eftir
að fonnaður hafði minst 3 látinna félagsmanna: síra Arnljóts Olafs-
sonar, Helga bankaassistents Jónssonar og Páls amtmanns Briem,
lagði hann fram endurskoðaðan ársreikning félagsins, sem engar
athugasemdir höfðu verið gerðar við. Því næst skýrði hann frá
rannsóknarferðum Brynjúlfs Jónssonar um Þingeyjarsýslu og víðar í
Norðurlandi næstliðið sumar. Enn fremur gat hann þess, að verið
væri að prenta árbókina fyrir 1905 og skýrði frá því, að Brynjúlfur
Jónsson væri búinn að ljúka við régistur við árbækurnar fyrstu 25
árin, sem félagið hefur staðið, 1880—1904. Útgáfa registursins
mundi næsta ár hafa mikinn kostnað í för með sér. Fyrir því hefði
eigi annað þótt fært en að takmarka kostnað við útgáfu árbókar-
innar í þetta sinn og láta lienni ekki fylgja aðrar myndir en upp-
drætti þá, sem nauðsynlegír væru til skýringar.
II. Stjörn félagsins.
Formaður: Eiríkur Briem, prestaskólakennari.
Varaformaður: B. M. Olsen, dr., prófessor.
Fulltrúar: B. M. Ólsen, dr. prófessor.
Hannes Þorsteinsson, ritstjóri.
Jón Þorkelsson, dr., landsskjalavörður.
Pálmi Pálsson, kennari.
Stgr. Thorsteinsson, rektor.
Þórh. Bjarnarson, lektor.
Skrifari: Pálmi Pálsson, kennari.
Varaskrifari; Hallgrímur Melsteð, bókavörður.