Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 3
3 móti því, að setja takmörkin við Hvítá er fjórðungamótin voru ákveðin, og víst er það, að þinghaldið var flutt úr þeim gamla þing- stað, Þingnesi, um þessar mundir og vestur undir Valfell eðavestur að Þinghól hjá Gljúfrá'); þar var það, áður en það loks var flutt i Stafholtsey við Þverá, sem það síðan var kent við. Um ástæðuna til að þinghaldið var fiutt úr Þingnesi er mönnum annars ókunnugt. En viðvíkjandi því, að það komi ekki heim við orð Grágásar og íslendingabókar, að þriðjungarnir (goðorðin) séu ekki allir í sama fjórðungi, má taka það fram, að það er hvergi berum orðum sagt, að svo skyldi vera. GrAgás tekur það aðeins fram í skýringu á orðunum »goðorð full oc forn«, að þau hafi fyrrum verið 3 í vor- þingi hverju, er þing voru 3 í fjórðungi hverjum; og í Islendingabók er aðeins sagt, að landinu hafi verið skipt í fjórðunga, svo að 3 hafi orðið þing í hverjum fjórðungi. Nú verður að hafa það hugfast, að þingin, þ. e. þingsóknirnar eða samfélag þingmannanna, vóru ekki takmörkuð af neinum ákveðnum landamerkjum að öðru leyti en þvi, að enginn maður mátti hafa þingfesti eða vera í þingi við goða í öðrum fjórðungi en hann bjó, og enginn goði mátti taka þriðjungs- mann utan fjórðungs, nema það væri lofað á alþingi2). En þar með er það ekki sagt, að allir þriðjungarnir og öll hofin í heiðni og heimili allra goðorðsmannanna og allra þingmanna skyldu vera í sama fjórðungi. Ef Hvítá hefur skilið fjórðunga, máttu goðarnir ekki samkv. þessu ákvæði taka, nema lofað væri, þriðjungsmann, er bjó þeim megin árinnar, sem hof þeirra og goðorð (aðallega) ekki voru, en ákvæðið er ekki um það, að enginn þeirra né heldur þriðj- ungsmenn hans mættu eiga þing í hinu sama þingmarki og goðarnir hinumegin árinnar og þeirra þriðjungsmenn. En frásögnin um 3 goðorð full og forn (þriðjunga) í hverju þingi og 3 þing í hverjum fjórðungi á eptir orðum lögr. þ. í Grágás beint við það, að vera skyldu 3 vorþing, eða vorþing skyldu haldin á þrem stöðum í hverjum fjórð- ungi og í hverju þeirra skyldu taka þátt 3 goðar eða 3 goðorð »full og forn«. Ef litið er á tilganginn með þessu fyrirkomulagi og ástæður þær, sem höfundur þess bar fram 962, þá verður ekki séð, að frá því sjónarmiði hafi þurft að leggja niður fyrirkomulagið með hið ‘) Finnur Jónsson telur, að þingið við Grljúfrá, þegar Egill Skallagrimsson gerði um mál Þorsteins sonar síns og Steinars að Anabrekku, hafi verið árið 978, en Helgu fögru, sem kona Þorsteins gekk með, er hann dreymdi fyrir æfi Helgu í búðinni undir Yalfelli, telur Einnur fædda um 983 (Eg. s. Skallgrs. bls. LVIII—LIX). ‘) Undantekning, ef menn fluttu um þveran Hrútafjörð, sem greindi Vestfirð- jngafj. og Norðlendingafj. Grág. I. a. 141.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.