Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 17
17 Suður að Hvalfirði. En það er þó aðgætandi, að ekki er allsendis víst, að Lundarmannagoðorð fiafi náð út fyrir Hafnarfjall í öndverðu og á 10. öldinni, þótt svo væri komið á hinni 12. Hér að framan var tekið fram ýmislegt, sem sýndi, að manrxaforráð Tungu-Odds náðu til Ilafnarfjalls, og víst er það, að þeir, er taldir eru fiafa mannafor- ræðið haft, bjuggu allir fyrir innan Hafnarfjall á þessumfyrstu öldum, og hvergi mun þess getið, að þeir ætti þingmenn fyrir utan Hafnar- fjall, né þess, að þeir, sem þar áttu heima, færu til Þverárþings. A hinn bóginn er þess heldur elrfci npt getið, að þeir, er bjuggu fyrir utan heiði, hafi farið til Kjalarnessþings; gerast fáar sögur i sveitum þessum og þeirra manna sjaldan getið, er þar bjuggu á þessum öld- um. Landnámabækurnar segja, hverir hér námu land og geta nán- ustu ættingja þeirra og afkomanda, Sturlub. í k. 20—28 og Haukb. í k. 20—25; er hin síðari öllu fyllri, en hvorug þó allsendis greini- leg; skal ekki út í það farið að sinni. Áðal-landnámsmennirnir eru þessir 5: Kolgrímr hinn gamli á Ferstiklu (frá Bláskeggsá útað Saur- bæ, Hb., frá Botnsá til Kalmansár, Stb.), Finnr hinn auðgi á Miðfelli (frá Saurbæ útað Kalmansá og upp að Laxá), Þormóðr hinn gamli á Innra-Hólmi (frá Kalmansá út að Reyni), Ketill bróðir hans (frá Reyni inn að Urriðaá) og í hans landnámi inst Bekan á Bekanstöð- um; voru þeir allir þrír og Avangr, er bjó í Botni, frá írlandi, sömul. Kalman, er var inst í landnámi Þormóðs. Fyrir ofan Urriðaá, á móts við Ketil (Bekan), og Laxá, á móts við Finn auðga, nam Hafnar Ormr í Höfn, svo sem áður var sagt. í landnámabókunum er getið nokkurra afkomanda sumra þessara manna og ennfremur í Harðar sögu, sem er eina sagan, er gerist í þessum sveitum og þó ekki nema að nokkru leyti og nær aðeins í einni sveitinni, nefnilega á Hvalfjarðarströndinni. Nefnir sagan ýmsa bæi og þá er á þeim bjuggu er sagan gerðist. — Fáeinir atburðir í Fóstbræðra sögu ger- ast og hér. Mjög hefir borið á írsku þjóðerni hér í fyrstu, og virðist sumt af þessu fólki hafa verið kristið. Hvergi er þess getið, að hof hafi verið bygt hér nokkurs staðar, og engin bæjanöfn eða örnefni munu benda til þess heldur. Hvergi verður séð, að nokkur bænda hér hafi verið goðorðsmaður, fyr en þeir Garða-feðgar á 12.—13. öld- inni, sem áður var getið. — í Harðar sögu, 37. k., er þess getið, að blóthús hafi verið á Þyrli, og að Þorsteinn, bóndi þar, gullknappr hafi gengið í það sem hann var vanur og fallið fram fyrir stein þann, er hann blótaði og þar stóð í húsinu, og mælst þar fyrir. Tópt blóthúss þessa og blótsteininn rannsakaði Sig. Vigfússon 1880 (sbr. Árb. ’80 og '81, bls. 74—76, 79—80, m. myndum); steinninn er nú i Þjóðmenningarsafninu, nr. 1908 (sbr. Leiðarv. bls. 44—45). 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.