Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 6
0 af þvi, að Árni lögmaður Oddsson dtti hann1), að árið 1405 hafi verið skipaðir 3 officiales yfir Skálholts-stipti, einn fyrir hvern fjórðung, og hafi Vermundur ábóti á Helgafelli verið skipaður yfir vestfirðinga(fjórðung) til Botnsár2). Þó að svo kunni nú að hafa verið, að hin stjórnarfarslegu fjórðungatakmörk hafi verið við Botnsá 1405, er ekki þarmeð sagt, að þau hafi ekki getað verið við Hvítá á þjóðveldistímabilinu, eins og þau voru þar um 1300 og fornritin gefa í skyn, að þau jafnan hafi verið. Þau hafa getað verið flutt á 14. öldinni. En vikið skal að þessu síðar. Þess var getið í upphafi þessa máls, að niðurstaðan af rann- sóknum manna á þessu hafi orðið sú, að fjórðungatakmörkin muni á þjóðveldistímabilinu hafa verið við Botnsá, og að það styddist aðallega við máldaga um ostgjald til Viðeyjar klausturs frá 1226, auk þess sem að landslaginu væri svo háttað, að eðlilegast hefði verið þess vegna að hafa fjórðungamótin þar. Hvað nú þessu síðasta viðvíkur, með landslagið, Hvalfjörð og Botnsá, þá er þar til að svara, að í því felst engin sönnun, ekki einu sinni svo sterkar líkur( að vogandi sé að byggja á því það, að fjórðungamótin hafi ekki verið við Hvítá, eða að lýsa landnáma- bækurnar rangar um þetta þess vegna, síst þegar þess er minst, að þær eru eptir menn í vestfirðingafjórðungi, gagnkunnuga öllum staðháttum þar. Enda er í rauninni ekki meiri skipting hér á lands- lagi en við fjöllin, sem áður voru nefnd, Hafnarfjall, eða Hafnarfjöll, svo sem þessi fjallaklasi er nefndur í fornritunum, Skarðsheiði og Botnsheiði. Þau aðgreindu alla bygð með all-breiðu belti og fult eins torfæru yfirferðar sem hitt takmarkið. Þar sem nú er helzt farið, um Svínadal og Hafnarskóg, hefir á fyrstu öldum, eptir að land bygðist, verið skógur mikill og ógreiðfær. Hafa allar leiðir hér yfir verið sjaliifarnar fyrrum. Þingmenn og aðrir, er ferðuðust úr Þverárþingi eða af vesturlandi suður eða austur fyrir heiðar, hafa farið ofar, fyrir Ok eða Uxahryggi; þeir einir, sem farið hafa suður ú Storm, ísl. ann., bls. XXIV. 2) Storm, Isl. ann., 287. — Sira Einar er að visu ekki höfundnr þessarar frá- sagnar, hann dó 1393, en varla er samt að efa, að hún sé ábyggileg, þar eð hún virðist færð í letur samtímis og einmitt í Skálholti eða þar í grendinni (1. c. hls. XXIV). Handritið, sem þessi staður er prentaður eptir, er afskript frá miðrr 16. öld eða litlu yngri; er hún dálitið gölluð og er í útg. Storms bætt með enn yngri af- skript; hér er fiordung þvílík hót.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.