Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 38
38 6820 a—b. 30/4 Kaleikur og patina úr silfri. Kal. er 13,2 cm. að liæð. Stétt og hnúður með gotn. lagi og leggurinn fyrir neðan hnúðinn. Hnúturinn er með vængjuðum englahöfðum á hornunum, sem eru 6; hann er 2,8 cm. að þverm. og 1,2 að þykt. Leggurinn er 0,9 cm. að þverm., sexstrendur. Stéttin er með 6 flötum og 6 hornum, og eru bogar á milli, fyrir flötunum. Hún er gylt í rönd- ina umhverfis. A einum fletinum er grafin krossfestingarmynd, Kristur á T-krossi; gyltur grunnur. Þverm. um horn 9,8 cm., en boga 6,9 cm., 8,5, ef mælt er yflr 4 andstæð horn. Stéttin og allur neðri hluti kaleiksins er varla yngri en frá 15. öld. — Skálin er fremur nýleg; hún er gylt innan og um barma að utan, og er var á barminum til styrktar. Þverm 8,2 að utan um barma; dýpt 5,8 cm. Leggurinn á milli hennar og hnúðsins er sívalur og 1,1 að þverm. — Patinan er nýleg, gylt að ofan, slétt á botni og börmum, 10,2 cm. að þverm. og einn að hæð. Áhöld þessi eru frá Trölla- tungu-kirkju. 6821. 2/5 Úfjárn, áhald til að taka með úf úr manni. Þau eru 2; hið ytra er sem langur kengur, 1. 13,2 og br. 1,8, þ. 0,2 cm., með cgg í kverkinni, en endarnir eru beygðir í króka útávið. Innra járnið (lokan) getur gengið til fram og aptur ofan á hinu; það er fest við bækistöng, sem er innan í kengnum, og eru eirþynnur (-spengur) negldar beggja vegna við hana á kenginn (skeptin) apt- ast (efst), og leikur hún á milli þeirra. Fremst er innra járnið með hvassri egg. Á móts við það er annað tungumyndað járn (loka) neðan á kengjárninu, en tréstöngin er á milli. — Þessi járn eru gerð fyrir Jóhönnu Friðriksdóttur yfirsetukonu, að ósk Guðm. Björn- sonar landlæknis, af gömlum úftökumanni, Jóni Jóhannessyni á Kleif í Þorvaldsdal í Eyjafjarðarsýslu; var hann þá (1914) 74 ára. Þau »eru að hans og fleiri eldri manna sögn nákvæmlega eins að lögun (útliti) og þau gömlu, er hér hafa verið notuð, nema hvað þveng- spotta hafði verið bundið um skeptin á þeim, þar sem eirspöngin er á þessum1). 6822. % GHsli Jóhannesson, Grettisgötu 27, Reykjavík: Brók- arhaldshnappur, kringlóttur, 3,4 cm. að þverm. Yfirborðið steypt úr *) Þegar úfar var skorinn með úfjármmum, var farið svo að því: „Sleikifingri og löngutöng hægri handar er krækt fyrir króka járnanna og þan svo látin liggja í greip sömu fingra á vinstri hönd, — þeim kanti snúið npp, sem lengri egglokan er á, — trélokan dregin npp, úfjárnnnum rent niðnr í kokið, úfurinn látinn koma í járnin fremst; með þumalfingri vinstri handar ýtt á trélokuna, og þá sker egg við egg úf- inn, en að neðan helzt afskorni parturinn fastur í járnunum" (Jóhanna Friðriksdóttir, liklega eptir lýsingu úftökumannsins).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.