Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 15
Í5 978) höfðingi í Börgaríirði firi sunnan Hvítá. Hann var hois- goði, ok réð firi hofl því, er aller menn gulldu hoftoll til firi innan Skarðsheiði«. Ketnur þetta öldungis heim við liðsafnað lians undir þingið í Þingnesi eptir brennu Blundketils 962 (sbr. Hænsa-Þóris s. 13. k.) og Lnb (St. b. 41. og H b. 29. k.), þar sem sagt er, að Illugi tauöi, sem var af ætt Geitlendinga, hafi farið að búa »á Hofstöðum í Reykjardal, þvíat Geitlendingar áttu at hallda upp hofl því at helmingi við Tungu-Odd«. Systir Illuga var Þórlaug gyðja og heflr líklega verið hofgyðja að þessu hofi á Hofstöðum, sem verið hefir höfuðhof, eitt af þeim þremur í Þverárþingi. — Sömu- leiðis kemur þetta takmark öldungis heim við það, er segir í Heiðar- vigasögu (24. k.)1) um samþykt héraðsmanna í Borgarflrði, er gilti »frá Hafnarfjöllum ok til Norðrár, sem þeirra þingmenn eru flestir Siðumanna ok Flókdæla«. Um samþykt þessa er getið í sambnndi við heiðarvígin, sem eru talin hafa verið sumarið 1014, en sagt að hún hafi verið gerð eptir víg Þorsteins (líslasonar í Bæ og Gunnars sonar hans, sem Guðbr. Vigfússon telur (í Safni I. 498—99) orðið hafi 1006. Er svo að sjá, sem verið hafl einn þriðjungur eða goðorð Þveiár- þings sunnan Hvítár, alt frá því fjórðungaskiptingin komst á og fram yfir 1000, og höfuðhofið á Iíofstöðum. — Hin tvö goðorðin virðast þá hafa verið vestan árinnar, höfuðhofin á Hofstöðum lijá Slafholti og Hofstöðum á Alptanesi, en goðarnir Stafhyltingar og Mýramenn, Teitr Þorbjarnarson í Stafaiiolti og Egill Skallagrímsson að Borg og síðan, t. d. um 978 (sbr. Egils s. 81. og 84. k.) synir þeirra, Einar í Stafaholti og Þorsteinn að Borg; og þá var Tungu-Oildr goðinn sunnan Hvítár, svo sem áður var sagt; hefir hann þá verið orðinn gamall, því að synir hans eru fulltíða menn orðnir 962, er Blun- ketilsbrenna varð, og var hann þá goði, er þingið var í Þingnesi, sem Þórðr gellir varð frá að hverfa, og fjórðungaskiptingin var lögtekin á alþingi (sbr. Hænsa-Þóris 8. og Isl. bók). Þá er getið um Arngrím goða í Norðtungu, og að hann hafi safnað mönnum til þingsins 962 í Þingnesi »una Þverárhlíð ok Norðrárdal at sumum hluta«. Vist mun hann þó ekki hafa verið goðorðsmaður, fremur en Þorkell trefill, sem »safnaði mönnum it neðra, um Mýrar ok Stafholtstúngur, ok suma Norðrdæla hefir hann með sér« (H.-Þ. s., 13. k); segir sagan, að hann hafi verir kallnður Arngrímr goði, og svo er hann nefndur í Lnb. (St. b. 46. og H. b. 34. k.). Hann var enginn höfðingi og hafði víst engin mannaforráð. En goðanafnið kann hann hafa fengið af þvi, að hann hafi bygt hof á bæ sínum ‘) ísl. s. II. 344—45; sbr. og bls. 310 og 359.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.