Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 22
22
hann muni hafa setlað að fara til Kjalarnessþings í eitt skipti, og er
óvíst hvers vegna hann ætlaði þá, eða hvort hann var þar í þingi.
Það er því hæpið að byggja mildð á þessari frásögn viðvíkjandi
þingamótum Kjalarnessþings og Þverárþings, hvar þau haíi helzt
verið; og enn síður verður af henni séð, hvar fjórðungamStin þá
hafi verið.
Liti menn svo á, að Illugi hafi verið goðorðsmaður eptir að hann
flutti suður að Innra-Hólmi, og þá annaðhvort haft mannaforráð i
Þverárþingi hin sömu og áður, þó líklega með öðrum í þingi með sér
að nokkru leyti, eða verið goðorðsmaður i Kjalarnessþingi, er það
athugandi, hversu það hefir komið heim við (þingamótin og) fjórð-
ungamótin. Ætli menn, að fjórðungamótin hafi verið við Botnsá, er
eðlilegast, að Illugi og þessara sveita menn hafi verið í Þverárþingi,
en hafa þó eins og áður var sagt getað verið í Kjalarnessþingi, ef
þeir voru sérstakur þriðjungur og þá allflestir í þingi með sama
goða, t. d. Illuga, og skal það brátt betur athugað. Ætli menn, að
þau hafi verið við Hafnarfjall og heiðarnar eða við Hvítá, er eðli-
legast, að allir þeir, er fyrir utan heiðar voru, hafi verið i Kjalar-
nessþingi, en hafa þó getað verið í Þverárþingi eptir sömu skoðun.
Þó virðist svo, sem heill þriðjungur hafi orðið að vera fyrir utan
heiðar, hafi þar verið menn úr Þverárþingi og fjórðungamót við
Hafnarfjall, en að svo hafi ekki verið, er bersýnilegt, því að fyrir
innan heiðar hafa, samkvæmt því sem áður var tekið fram, sýnilega
verið þrjú goðorð Þverárþings.
Eins virðist svo, eins og áður var sagt, sem heill og sérstakur
flriðjungur hafi orðið að vera fyrir vestan Botnsá, hafi þar verið mjög
margir eða flestir menn í Kjalarnessþingi og fjórðungamótin við
Botnsá; að svo hafi verið, að hér hafi verið fullur og heill þriðjungur
úr Kjalarnessþingi og Illugi þriðjungs goðinn, á meðan hann bjó á
Hólmi, er ekki líklegt. Kjalarnessþing virðist hafa verið innan
þeirra takmarka að mestu eða öllu leyti, sem nú er prófastsdæmi
það, er svo nefnist; afkomendur Ingólfs Arnarsonar hafa jafnan
haft 1 goðorðið og voru alsherjargoðar. Hof þess þriðjungs hefir að
líkindum verið á Hofstöðum skamt fyrir sunnan Reykjavík, við
Hraunsholtslæk, er takmarkaði land Ingólfs að sunnanverðu. Annað
höfuðhof hefir verið á Hofi á Kjalarnesi. Segir í Landnb., að Helgi
bjóla hafi búið þar; þó segir, að hann liafi verið skírður,' er hann
kom út hingað af Suðureyjum; óvíst nema áo/snafnið á bænum sé
yngra. — Kjalnesinga-saga segir, að Helgi liafi verið »blótmaðr
lítilL, og að sonur hans, er hún kallar Þorgrím, hafi bygt hofið,
sem virðist hafa staðið fram á miðja 13. öld, hann hafi haft manna-