Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 36
36 steypt úr kopar, 3,1 X 3,2 pm. að stærð og með járnþorni í; ofan á hana eru slegnir smáhringar til prýðis. A kjálkólarnar miðjar eru negldar doppur og skraut og eru þær með fuglslögun, 3,5 cm. að 1. og 1,5 að br. Neðst eru 2 rákóttir stokkar og smáhringja með laufa- skurði neðst og járnþorni i; eru þau steypt úr kopar. — Er á höf- uðleðrum þessum gamallegt verk og nú sjaldséð; líklega eru þau orðin undir 100 ára, ef ekki yfir, að aldri. Xokkur lík til áður. —- Nr. 6797—6800 eru norðan úr Skagafirði. 6801. 23/3 Istöð úr járni, lítil, 8 cm. að hæð auk höldu, sem er 4,5, og 10 cm að br., spöröskjulöguð; flöt í gagnskurð; breidd undir ilinni 3,9 og 4,1 cm., en við jarka 1. Höldurnar ólíkar, önnur yngri en hin. Virðast vera kvenístöð, til að nota við hamól og þófa. Harla gamalleg; íslenzk. Sbr. istöð við hamólarnar nr. 1889, 4068 og 4479. 6802. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 4,9, þverm. 1,5 cm., beinn, sívalur og jafnvíður; grannir hringar utan um endana. Grafnir og rendir bekkir umhverfis; bogar við endana. 6803. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 4,6, þverm. um miðju 1,5, við enda 1,8 cm. Bekkir með útrensli og grepti umhverfis. 6804. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 4,1, þverm. 1,4 cm. Líkur nr. 6802 að flestu. 6805. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, mjög óskiru; 1. 4,6, þverm. 1,3 cm. Líkur nr. 6802 að lögun; stunginn bekkur um miðju og bogar stungnir við enda og miðbekk. 6806. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 5,2, þverm. 1,6 cm ; að mestu beinn og jafnvíður, en fiáir i endana, þverm. 2,1 cm. Með gröfnum bekkjum og tiglum umhverfis. 6807. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 4,5 cm., en hefir verið 4,9 cm. Lögum lík og á nr. 6806; þverm. 1,5 um miðju og 2 cm. við enda. Rósabekkir 2 grafnir umhverfis. 6808. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1 4,7 cm., þverm. 1,2 ofantil við miðju, en víkkar upp og niður; verður efst 1,4, en neðst 1,6 cm. að þverm. Laufskorinn i endana; báróttur og bekkjóttur umhverfis. 6809. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 5,3, þverm. 1,3 cm. Víkkar lítið eitt til endanna. Sléttur um miðju, en með gröfnum rósabekkj- um við báða endana. 6810. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 5,3 cm., áttstrendur, 1,5 cm. að þverm. Sívalur og fláandi við endana, þverm. 1,8 cm. Annar- hver flötur sléttur, en annarhver með grafinni hrislu. 6811. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, gyltur; 1. 4,5 cm. Sívalur; pnúinn um miðju, þverm. 1,6 cm., fiáandi við enda, þverm. 1,8 cm.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.