Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 41
41 gullplötu ferhyrndri, 1,4 cm. að br. (hæð) og 3,3 að 1. Eru álmur aftan á henni og má draga hana á borða. Þennan kross átti lang- afi gefandans, Bjarni kaupmaður Sigurðsson (Sivertsen) í Hafnartirði, og er hann sagður vera hinn fyrsti riddari af dannebrogsorðunni hér á landi. — Krossinum sjálfum mun hafa verið skilað aftur að Bjarna fráföllnum, en þessa minni eptirstælingu mun Bjarni hafa keypt og hefir hún síðan fylgt ætt hans. — Bjarni var sæmdur ridd- arakrossinum n/4 1812. — Leyndarskjalavörður Grímur Jónsson Thorkelín í K.höfn var sæmdur sama heiðursmerki 2% árið áður (1811). 6833. 17/5 Þórður Þórðarson, bóndi í Laugarnesi: Malkvörn úr íslenzku hraungrýti; hver steinn er um 47—78 cm. að þverm. og um 5,5 cm. að þykt. Upp úr rönd yfirsteinsins stendur járn- standur með hrosslegg á, sem haldið er um, þegar malað er; heiir standurinn gengið úr þrisvar áður og verið færður. Flötur er á efri brún yfirsteinsins umhverfis. Steinarnir eru í kvarnarstokk ferhyrnd- um og er auga með dragloku fyrir við eitt hornið; st. 54 X 55 cm., h. 18 — 19 cm., úr greni og álmi. Hefir stokkurinn staðið á fótum eða öðru hæfilega háu. Hann virðist yngri en steinarnir, sem lík- lega eru frá fyrri hluta síðustu aldar. 6834. Z0/5 Kertahjdlmur, líkur nr. 6562 að öllu leyti, en nokkru stærri og er með 9 ljósaliljum, 'sbr. nr. 6835. 6835. 20/5 Kertahjálmur, eins og nr. 6562. — Báðir (nr. 6834 —35) nú komnir til safnsins frá Garðakirkju á Alptanesi, er hún er niður lögð. Eru skemdir orðnir og voru eigi notaðir í hina nýju kirkju í Hafnarfirði. — Frá Reykjavíkurdómkirkju fyrrum. Líklega danskir að uppruna og eru nú slíkir tréhjálmar sjildséðir orðnir. 6836. 2% Kertahjálmur úr gyltu messing, alsettur kristöllum; ljósaliljur 6, steyptar, skrúfaðar á steyptan hring; þær eru að 1. 11 cm., en eru s-myndaðar; hann e« 27 cm. að þverm. og er í honum blá glerskál. — Orðinn mjög skemdur, en mun mega endurbæta. Mun vera um 125 ára gamall; er í kranzastíl og hefir verið skraut- legur. Frá Garðakirkju á Alptanesi. 6837 a—b. 2% Kertastjakar 2 úr kopar, báðir eins, hæð 20,5 cm., þverm. stéttar 12,8 cm. og skálar 9,9 cm., en leggsins á milli 2,6—5,6 cm. Þeir eru helzt í endurlifnunar-stíl, svipaðir t. d. nr. 55 og 56 i bók F. B. Wallems, Lys og lysstel, Kr.a 1907. Hafa að að líkindum verið með broddi uppúr í fyrstu, en nú eru þeir með járnhólk, sem er 4,6 cm. að þverm. og 5,3 cm. að hæð. Líklega um 300 ára gamlir. — Frá Garða-kirkju á Álptanesi. 6838 a—f. 2% Stólar 6, eins og nr. 6828 a—b og hafa fyrr- um tilheyrt sama manni, Bjarna riddara Sivertsen í Hafnarfirði, en 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.