Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 20
20 (dóttur Þórlaugar gyðju og Odda Ýrarsonar Geirmundardóttur heljar- skinns); kann Jórunn hafa verið litlu eldri en Illugi; húnvarsonar- dótturdóttir Ávangrs í Botni, og Hólm-Starri, fyrri maður hennar, sonarsonarson Ketils á Innra-Hólmi, en þeir virðast báðir hafa verið samtímamenn. Fer vel á þessu, en jafnframt verður enn ósennilegra, að Illugi hafi verið 4. maður frá Grimi háleyska. — Loks átti Illugi, að því er segir frá í Harðar sögu, Þuríði Grímkelsdóttur á ölfus- vatni, hálfsystur Harðar. Grímkell var sonur Bjarnar gullbera, er nam Lundarreykjadal og var kvæntur Ljótunni systur Kolgríms hins gamla á Ferstiklu. Þeir hafa eptir Harðar sögu verið samtímamenn Kolgrims í elli hans Hörður systursonarsonur hans og Illugi systur- sonartengdasonur hans, og má það vel vera, en aldursmunur hefir vitanlega verið mikill. Kemur nú enn fram, að undarlegt er að telja Illuga 4. mann frá Grími háleyska (og 5. frá Þormóði á Akra- nesi), er Þuríður kona hans er 2. maður frá Birni gullbera. Þegar þeir Hólm-Starri og Illugi keyptu löndum og konum og fé öllu, er óvist um hversu farið hefir með uppihald hofsins á Hof- stöðum og goðorð það, sem sennilega hefir fylgt því. Segir Stb. ekki, að Illugi hafi það af hendi látið og ólíklegt er, að hann hafi látið af hendi mannaforráð án þess að fá þá önnur í staðinn. Hvort heldur verið hefir, er því líklegt, að hann hafi haft mannaforráð eptir að hann fór að búa á Hólmi, hafi hann haft þau áður, sem sennilegt er. En að þessu verður vikið nánar síðar. Þá er að geta annarar frásagnar í Harðar sögu, sem bendir dálítið til, að Illugi hafi verið í Kjalarnessþingi. Segir sagan (í 20. kap.), að Torfi hafi stefnt viga- og brennu-málum þeirra Harðar og Helga Sigmundarsonar »til alþingis«. »En er Hörðr spurði þetta, sendi hann Helga suðr til Indriða mágs síns, ok bað hann riða til þíngs ok svara málum sínum ok bjóða sættir«.----------— — Indriði svarar: ek hefi heitið Illuga rauða at fara til Kjalarnessþings, en bjóða vil ek Herði liíngat til min. Helgi svarar: minni nauðsyn mun þér at fara til Kjalarnessþings, en svara fyrir mág þinn, jafn- röskvan«.........Þeir Kí. Kálund og Sig. Vigfússon geta báðir um þessa frásögn, og þykir hún auðvitað kynleg. Kjalarnessþing var eins og önnur vorþing haldið löngu á undan alþingi, og gat Indriði því vel verið á báðum; en þó að þau hefðu verið haldin nær samtímis, hefði hann samt getað komið á þau bæði, þareð ekki var nema fárra stunda reið á milli þeirra. Þó mun það vera rétt, að Indriði hafi komið með þessa afsökun, en það rangt í sögunni, að hann hafi afsakað sig frá að ríða til alþingis, heldur vorþings þess, er Torfi hefir stefnt málunum til og hann sjálfur hélt með öðrum goðorðs-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.