Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 18
18
Virðist af frásögn þessari, sem hér hafi ekki verið neitt höfuðhof,
heldur einkablóthús Þorsteins, og er svo að sjá sem hann hafi verið
heldur blendinn í trúnni. — Skamt fyrir sunnan þessar sveitir og
Botnsá nefnir Harðar saga einn goðorðsmann, Ref hinn gamla Þor-
steinsson, Sölmundarsonar, Þórólfssonar smjörs, er bjó í Brynjudal,
tengdason Kolgríms hins gamla á Ferstiklu. Frá honum eru Bryn-
dælir komnir, segir Stb., og virðist af Kjalnesinga sögu sem til hafi
verið goðorð, er kent var við þá. Ekki verður þó séð af Harðar
sögu, að Refr hafi haft mannaforráð vestan Botnsár.
Er ráðin var atför að Hólmverjum (Harðar s., k. 31), hittust
allir héraðshöfðingjar o. fi. >á Leiðvelli við Laxá hjá GrunnafirðL1).
Eru í sögunni taldir upp þessir: Torfi Valbrandsson (er sagan telur
goðorðsmann i 2. k.) móðurbróðir Harðar; Kollr frá Lundi Kjallaksson
(er nefndur er höfðingi mikili í 2. k.; bent var á hér áður, að þeir
feðgar muni hafa verið hinir fyrstu Lundarmannagoðar), mágur
Harðar; Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum, annar mágur Harðar,
góður bóndi, en vafalaust ekki goðorðsmaður; þessir 3 voru fyrir
innan heiði; Illugi hinn rauði Hrólfsson á Innra-Hólmi, er áður var
getið að fiutt hefði að Hofstöðum í Reykholtsdal, því að hann var
einn þeirra Geitlendinga, er áttu að halda uppi hofi því að helmingi
við Tungu-Odd; hefir hann þá átt hlut í goðorði, því að þetta var
höfuðhof; hann var föðurbróðir Kolls og var nú 3. mágur Harðar;
skal rætt um hann frekar síðar; enn er nefndur Kolgrímr hin gamli
Hrólfsson liersis, stórættaður maður, talinn meðal hinna göfugustu
landnámsmanna, en nokkuru síðar hefir hann komið út hingað en
aðrir landnámsmenn og þá ungur er hann nam land, úr því að hann
hefir í elli sinni verið samtímamaður þessara manna; hann var
önnnubróðir Harðar; Þorsteinn öxnabroddr í Saurbæ, líklega Hróð-
geirsson2) og mágur Kolgríms; ekki verður séð, að þeir mágar hafi
verið goðorðsmenn. Loks er nefndur Refr, er áður var getið og
talinn er goðorðsmaður, sjálfsagt í Kjalarnessþingi, og Ormr úr
fívammi í Kjós, er eigi virðist hafa verið mikill höfðingi. Ekki er
þess getið, að neinir afkomendur þeirra Finns hins auðga né Hafnar-
Orms, 2 aðal-landnámsmannanna hér, hafi verið staddir á þessum
fundi. Þorgeir sonur Finns var andaður; hafði verið mágur Torfa
Valbrandssonar, átt Signý móður Harðar, en Grímr sonur þeirra
bjó uppi á Signýjarstöðum. Þorgeir höggvinkinni, sonur Hafnar-
‘) Str. I. B. I, 29S (og II, 412) og Árb. 1908, 15-16.
s) Þees, er þar var áður Finnr hinn auðgi keypti liann brott, og síðan bjó i
Hraungerði; sbr. Stb. 374. k. og Hb. 329 k.