Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 27
27 þœr fastar í liúsura, einkum því er nefnist »skálinn«, og enginn út- 8kurður á þeim að því er séð varð, en útlit þeirra að öðru leyti benti á aldurinn og skildleikann. Flestar af þessum 8 þiljum, er safnið fekk, eða þær allar, voru teknar úr árepti á þessari gömlu byggingu, »skálanum«; sú bygging er nú ekki mjög gömul né merki- leg, en nokkrar ærið gamlar spýtur virðast þó vera í grindinni og áreptinu á henni enn, auk þeirra fornu þilja, er sýnast vera í árept- inu sumstaðar. Líklega er hús þetta, sem nú er haft fyrir skemmu, nefnt »skálinn« enn í dag af þvi að það er bygt upp úr gömlum skála og á sama stað. Má vera að hér hafi einmitt verið alt frá fornöld sá skáli, sem þessar fornu þiljur hafa verið í, og kann hann hafa staðið fram á 17. eða jafnvel 18. öld. En er liann var rifinn, hafa viðirnir í honum enn verið hæfir í árepti og ekki verið eyði- lagðir, heldur geymst alt fram á vora daga og virðast kunna verða notaðir enn um langan aldur sumir. Er þurviðrasamt í þessum sveitum og þeim viði ekki fúagjarnt, sem forn er orðinn og harðn- aður, enda feitur í öndverðu og höggvinn fullvaxta. Má finna þess fleiri dæmi, að hús hafa staðið á norðurlandi allmargar aldir; skal ekki farið út í það mál að þessu sinni, en horfið aptur að þiljum þeim sem hér er um að ræða. Skurðverk og útlit á framhlið þessara þilja sést af meðf. mynd, en stærð þeirra er þessi: a. 1. 248, br. 24,3-24,7 cm.; b. 1. 230,5, br. 27,7—28,3 cm.; c. 1. 221,5, br. 27-27,5 cm.; d. 1. 205,5, br. 21,7 — 22,7 cm.; e. 1. 235, br. 24—25 c-m ; f. 1. 245,5, br. 21,5—23,4 cm.; g. 1. 250, br. 22,5—23,5 cm.; h. 1. 231,5, br. 21 — 21,6 cm. Breidd mæld þar sem heilar eru randir. Þyktin 2—3 cm. yfirleitt, en þilj- urnar eru allar skemdar mjög af fúa að aptan; þó má sjá hina upp- runalegu þykt sumstaðar. Útskurðurinn á framhliðinni er víða skemdur, eins og sést á myndunum, með þvi að höggvið hefir verið og jafnvel heflað sumstaðar af honum, en verst er, að neðri endi þiljanna allra er skemdur og þar brotnað af útskurðinum er síst skyldi. Þessi endi hefir því fremur fúnað, að hann hefir verið niður við jcrðu, er þiljurnar hafa verið standþiljur, og síðar við vegginn, er þær voru notaðar undir torfþekju til áreptis, Þó er svo mikið enn eptir af útskurði þessum, einkum á nr. 7015 d og f, sbr. og nr. 6096 a, að það virðist augljóst, að útskurðurinn er afarforn og hinn elzti hér á landi svo kunnugt sé; finnst hér ekkert þessu líkt á tré. Hér eru banda-hnútar og brögð og svipar endunum til blaða; en áþekkir hnútar og brögð eru á orma- og dýra-myndum á beinhólkinum nr. 329, istaðsspaðanum nr. 332 og einkurn á nælubrotinu nr. 5884; framan á þvi (sbr. mynd í Árb. 1909 og lýsing þar á bls. 27). Út- i*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.