Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 28
28 skurðurinn neðst á þessum þiljum er i sama stíl og verkið á ýms* um lilutum frá víkingaöldinni, er fundist hafa erlendis. Til saman- burðar má benda hér aðeins á nokkra hluti, sem myndir eru af í alþektustu bókum; í Noregi nr. 504 og 514 (sverðshjölt), 643 og 668 (nælur) í 0. Rygh, Norske Oldsager; í Svíþjóðu nr. 506 (sverðshjölt), 515 (döggskór), 537 og 542 (nælur) í 0. Montelius, Svenska fornsaker; í Danmörku nr. 588 (ístað), 614 (skráarlauf) o. fl. í S. Miiller, Danmarks Oldsager II. I iangskipi því er fanst í Konungshaugi hjá Gaukstöðum í Noregi og N. Nicolaysen telur vera frá því um 900 í bók sinni um það, Langskibet fra Gokstad, Kra. 1882, voru ýmsir hlutir með svipuðu verki, t. d. á mhl. V nr. 5, 6 og 15, á VI nr. 1, 2, 6 og 11, á VIII nr. 1, á IX nr. 10; sbr. og nr. 2—5 á XI. — Líkur eru til þess, að haugur þessi sé frá því fyrir miðja 9. öld. — En stillinn er í tízku lengur; að minsta kosti í Danmörku, þar eru ýmsir bautasteinar með líkum banda-hnútum frá síðasta hluta 10. aldar og um 1000. Nægir að vísa til L. F. A. Wimmer, De danske runemindesmærker, og benda á nokkra steina: I. bls. CXXXV (Lundúna-st.); I. 2. st. (Jællinge- st. 2.) og 14. st. (Árósa-st. II.); II. 36. st. (Skærii-st); III. 1., 9 (26.) og 37. st.; IV. bls. 218—19 (Árósa-st. V.). Á 11. öldinni breytist still þessi smátt og smátt (ormastíllinn) og enn meir á 12. öld (dreka- stíllinn). — Stíll þessi virðist kominn tii Norðurlanda (Noregs) frá írlandi, þar finst hann einkum á »bókum irskum«, fornum, dásam- lega »lýstum« skinn-handritum frá 8. öld og síðari öldum (ca. 700— 1050), »bjöllum« (bjöllu-húsunum eða -skrínunum) og »böglum«, og ýmsu öðru málmsmiði; ennfr. á steinsmíði. — Er á því flestu, eink- um upphafsstöfunum í handritunum og á silfursmiðinu svo afbragðs fögur list, að ekki verður oflofuð. — Stíll þessi hefir borist frá Mikla- garði snemma á öldum til Ítalíu og Frakklands og áfram með kristn- inni til írlands1); en til Miklagarðs virðist hann hafa komið austan úr Asíu; verður hans vart í kirkjum frá 2. og 3. öld austur á Sýr- landi2). — Af framangreindum dæmum virðist óhætt að ráða, að út- skurðurinn á neðri endunum á Möðrufells-þiljunum, sem hér er um að ræða, sýni það og sanni, að þær séu varla yngri en frá 10. öld. Þessi úrskurður er skorinn niður í viðinn og svo sem neðst á strýtur eða stengur, sem ganga upp á þiljurnar, uppmjókkandi og enda með skrautverki efst, sem í senn minnir á krossmark, spjóts- odd, íóniskt súluhöfuð og trjákórónu. Á g og h. sýnist þetta skraut ') J. Romilly Allen, Oeltic art in pagan and christian times, London 1912, bls 303. ** 2) M. Stokes, Early christian art in Ireland, Duhlin 1911, hls, 26 o. s. frv.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.