Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 33
33 í mjóan ating; bakkinn er 7—9 mm. að þykt. Mjög ryðétið, afar- stórt skarð brotið í miðja egg. Virðist vera vopnhnífur og frá mið- öldunum. Fanst í uppblæstri nálægt Bolholti i Rangárvallasýslu. 6785. % Innsigli úr kopar, stóttin skaptlaus með ferstrendum broddi upp úr, 1. 1,9 cin.; hún er sporöskjulöguð, 1,9—2,3 cm. að þverm. og 2—3 mm. að þykt. A hana er grafið einmastrað skip undir seglum á sjó og upphafsstafirnir s7 og a/ hjá. Líklega frá fyrri hluta síðustu aldar og eflaust islenzkt. 6786. 15/2 Bjarni Bjarnason, bóndi á Geitabergi: Tinhúfa kringlótt, 2,7 cm. að þverm. og 1,4 cm. að hæð, með upphleyptu verki að ofan. Ovíst af hverju, en er lík toppnum á nr. 1807 og 2627, og ennfr. toppunum á húfunum á hinum óþektu járnáhöldum (klyfbera-, hyfra- eða reiða-kringlum ?), nr. 1106, 1802 o. fi.). — Fundin við Hallbjarnarvörður. 6787. 15/2 Sami: Beinkambur með hinu forna lagi, okar 2 með þynnum 2 á milli og standa eirnaglar 2 í gegn; okarnir eru 5,9 og 6,1 cm. að 1. og 7—10 mm. að br. Br. kambsins er 3,5 cm. Þynnurnar eru báðar saman 4,5 cm. að lengd; er önnur endaþynna, nær ótent. Rákir 2 eru til prýðis eptir okunum langsetis. Virðist óslitinn og er vafasamt, hvort verið hafi nokkru sinni að gagni eða orðið fullgjör; er mjög óvandaður. Mun vera gamall, en alls ófú- inn; líkur kömbum frá miðöldunum. — Fanst í litlum helli norðan í Hvalfelli, sunnan við Hvalvatn; mun það vera Skinnhúfuhellir (sbr. Árm.s. og Árb. 1881, 41). Eru bein mörg í hellinum og í hrúgu i brekku fyrir framan hann. Hefir hér að líkindum verið útilegu- mannabæli í fyrndinni. 6788. 15/2 Björn M. Olsen, prófessor, dr. phil., Reykjavik: Mælikvarði úr mahógní, hálfur, og látúni, blað, sem leggja má inn í tréskaptið, líkt og á rakhnífum. Hann er 29,6 cm. að 1. alls útrétt- ur og er skipt með deplum í 12 jafna hluta, þumlunga, en ekki virðist þetta vera neitt rétt, venjulegt mál, hvorki hálf alin íslenzk né hálf alin dönsk; þetta er 11 þuml. og 4 línur, líkt og kvarðinn nr. 5635, en hin gamla ísl. alin eða Hamborgaralin var 219/n þuml. — Á aðra hlið haía í seinni tíð verið krotaðir venjulegir þumlung- ar. Kvarðinn er 1,3 cm. að br., skaptið 1 cm. að þykt, með látúns- og eir-þynnum (hettu og »hjöltum«) á endunum; blaðið er 2 mm. að þykt. — Hefir tilheyrt Andrési bónda Fjeldsteð á Ferjubakka og að sögn hefir Magnús sýslumaður Ketilsson átt hann áður. 6789. 10/2 Tekanna úr tini, kringlótt, 10,6 cm. að þverm., nær jafnvíð öll; hæð undir lok 13,2 cm. Lok flatt með typpi á 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.