Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 7
í Kjalarnessþing eða þaðan upp í Þverárþing, hafa átt hér leið utti. Þegar Þórður gellir bar upp mál sitt um breytingu á fyrirkomu- laginu um varnarþing í málum, sem leiddi til fjórðungaskiptingarinnar jafnframt, að því er segir í íslendingabók, færði hann fram sem aðal- ástæðu reynslu sína af því, hversu torsótt honum hafði orðið til þingstaðarins, yfir Hvítá; hann hafði orðið að hörfa frá, þótt með fjölrnenni færi. Þegar menn hafa haft þessa atburði fyrir augum, er skiljanlegt, að þeim virtist mest ástæða til að færa þingstaðinn vestur fyrir ána, einmitt hennar vegna, og setja fjórðungamót við hana, án þess þó að fyrirgirða með lögum að Þverárþing héldist óskipt sem slíkt, að goðarnir héldu vorþing saman, og þessir gömlu þingunautar allir mættu sem áður eiga saksóknir, ef svo bæri undir, og önnur mál saman. Enda má ganga að því vísu, að óframkvæm- anlegt var að leggja þriðjunginn sunnan Hvítár (goðorð þcirra Tungu- Odds) til Kjalarnessþings; slíkt fyrirkomulag hefði öllum Boigfirðing- um fyrir innan Skarðsheiði þótt hin mesta óliæfa. — Þetta var nú um landslags-ástæðuna. En nú er ostgjaldstakmarkið i máldaga þeim, sem »var giorr a alþinge at raðe Magnús byskop(s), en Snorre Sturlu son hafðc vppe j logrettv« 122(3. Þegar maður sér það, að Snorri á hér hlut að máli um kvöð þessa, liggur það jafnframt í augum uppi, að lionum, sem þá hafði mannaforráð í Þverárþingi og líklcga alla leið suður að Botnsá, hefur þótt hentast, að þetta klausturgjald slyppi ekki yíir það takmark. Þeim af þingmönnum hans, cr fundu köllum hjá sér til að styrkja þettað nýstofnaða klaustur bmts Þorvaldar Gizurar- sonar suður í Viðey með ostum eða öðru, var það þá jafn-heimilt, þótt þeir yrðu ekki nær skyldaðir til þess með slikum máldaga. Snorri hefir líklega haft nokkur mannaforráð alt suður aðHvalfirði; er Ijóst af Sturlungu, að um þetta leyti hafði hann hálft Lundar- mannagoðorð, sem hann hafði fengið fyrir mörgum árum af Þórði Böðvarssyni í Görðum á Akranesi, móðurbróður sínum, er var nú dáinn fyrir fáum árum (1220), og átti nú Þorleifur son Þórðar goð- orðið á móti Snorra. Til þess hafði Þórður gefið Snorra hálft goð- orðiö, líklega einmitt mannaforráð fvrir innan heiðar, að »lnmn skylldi hallða þing-menn fyrir Þorði (Sturlusyni) oc avdrum þeim, er a læitaði. Enn er Snorri hafði tekit við þingmonnum, þa þotti Þorði Bavdvars syni hann leita meirr a sina vini, enn aðr hal'ði Þorðr brodir hans á Iæitað«l). Síðar er þess getið, að »bænðr af Akra-nesi gengo til handsala fyrir Snorra« á alþingi, er Sæmundur Jónsson í Sturl. s. I, 271 (útg. Kálunds).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.