Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 31
Skýrsla um viðbót við Þjóömenjasafnið árið 1915. [Tölumerki hlutanna, (lags -‘s ning við móttökn þeirra og nöfn þeirra manna, er þá hafa gefið snma, eru framan við]. ÞjóðmenningarsafniO. 6777 a—b. 4/t ísafjarðarkirkja: Stjakafœtur 2 rendir, út- skornir og gyltir, þrífótur undir, sem er af öðrum, en brotinn á liin- um; efsta hlutann, borðplötuna, vantar og af báðum; leggurinn er 89 cm. að hæð, 13 cm. að þverm. mest og 2, 2 minst; þrifóturinn er 22 cm. að hæð. Helzt í kranzastíl og líklega frá þvi um 1790 eða nokkru fyr. — Vafalaust þeir 2 »guéridonar«, sem fyrst eru nefndir í reikningabók kirkjunnar 7/s 1790 svo: ». . . . til hlida (nefnil. við altarið) sinn guéridon hveriumegin med forgyltum fæte af bildhoggvara Verke, og marmaraplötu«. Þeir munu hafa verið notaðir alt að þvi i heila öld við altarið og hafðir undir koparstjaka, sem kirkjan á. Fundust í kompu undir stiganum í framkirkjunni. 6778. 4/x Sama: »Hökull af hvitu Rösa Silke, með gilltum vjTkrosse og óegta gullgalunum i kring, með hvitu lerefts födre«, svo sem honum er lýst í visitazíugjörð Ólafs byskups Gíslasonar 3/9 1749. Silkið er nú orðið bleikt og gyllingin á kniplingunum farin að fölna; þeir eru tvenns konar, aðrir i krossunum, sem eru bæði á baki og brjósti, hinir við jaðra; hinir fyrri 3,5, en hinir síðari 5 cm. að breidd. Að apt.an eru neðst stafirnir P og B og ártalið 17—40, att úr mjóum vírborða; staflrnir eru upphafsstaflr »SL Pauls Birch«, sem visitazíubókin segir að liafi gefið þennan hökul m. m. Ilann var sonur Níelsar kaupmanns Birch á ísafirði (Skutulsíjarðareyri). Bakhlutinn er að 1. í miðju 89 cm. og 74 cm. að br, en brjósthlut- inn er 61 cm. í miðju að 1., uppi við herðar 68 cm. að br., en 48 cm. um miðju og hálfkringlumyndaður neðst. 6779. Söðuldklœði glitofið, með venjulegri gerð, 1. 151 og br. 99 cm., með hinum algengu akanþusblómum, 2 á hvorum helm- ingi, og laufabekkjum við jaðra. Grunnurinn svartur; uppdráttur-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.