Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 5
5 og að þeim verandi við Hvítá, verið leyfilegt ólofað »að lögbergi«. Hafi fjórðungamótin verið við Hvítá og ekki á öðrum hvorum þeesum stað við fjöllin og heiðarnar eða Hvalfjörð (og Botnsá), mun mega gera ráð fyrir, að þeir menn, er bjuggu á þessu svæði (milli Hafnar- fjalls og Hvalfjarðar), hafi skipzt nokkuð i þingin, farið sumir í þing við þann eða þá goða, er þeim megin voru Hvítár, en aðrir sagt sig í þing við einhvern goða í Kjalarnessþingi. Þó er líklegast, að þeir hafi allir verið í sama þinginu. Álíti maður, að fjórðungamót við Hvítá hafi aðgreint þriðjunga í Þverárþingi, getur maður auð- vitað álitið með sama rétti, að fjórðungamót við Hvalfjörð og Botnsá hafi aðgreint þriðjunga í Kjalarnessþingi, eða fjórðungamót við Hafnarfjöll aðgreint þriðjunga í Þverárþingi, ef gert er ráð fyrir því, að sérstakt goðorð í Kjalarnessþingi hafi verið fyrir ofan Hvalfjörð, eða sérstakt goðorð í Þverárþingi fyrir utan Hafnarfjöll. Verður nánar rætt um það siðar, hvort annaðtveggja muni hafa getað átt sér stað. Þessi sundurskipting Þverárþings um Hvitá, sem landnáma- bækurnar og fleiri rit gefa í skyn, virðist með vissu hafa átt sér stað, eptir að þjóðveldið var liðið undir lok og hin forna goðorða- og þinga-skipun upphafin og landinu skipt í lögmannsumdæmi og sýslur, þareð lögmannsumdæmið norðan og vestan virðist hafa náð yfir norðlendingafjórðung og vestfirðingal'jórðung, sem talinn var ná að Hvitd; og sýslutakmörkin í Þverárþingi voru líka sett við Hvítá, vestan hennar síðar nefnt Mýrasýsla, en sunnan eða austan Borgar- fjarðarsýslu. Þó virðist opt sami maður hafa haft völd yfir báðum hlutunum, svo sem síðast nú um 45 ára skeið. Er ve3turamtið var greint frá suðuramtinu 1787, voru takmörkin sett við Hvításvosem hið gamla fjórðungatakmark; Mýrasýsla var í vesturamtinu, en Borgarfjarðarsýsla í suðuramtinu, og þessi amtaskipting (= fjórð- ungaskipting) héizt eins eptir það, að báðar sýslurnar (= Þverár- þing alt) höfðu verið sameinaðar undir einn sýslumann 1871, en. þá voru að vísu suðuramtið og vesturamtið orðin sameinuð undir einn amtmann aptur1). — Þó er að geta einnar frásagnar frá byrjun 15. aldar, þar sem látið er í ljósi, að vestfirðingafjórðungur nái þá lengra suður en til Hvítár, alt til Botnsár; segir svo í annál Einars prests Hafliðasonar, sem kallaður hefir verið Lögmannsannáll, líklega ‘) Sbr. Kálund ísl. beskr. I, bls. 331—32, og Sýslumannaæfir III. b., Mýra- sýsln og Borgarfjarðarsýsln.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.