Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Síða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Síða 21
21 raönnum í »Þverárþingic, og þá hefir verið haldið fyrir vestan Gljúfrá eða undir Yalfelli. I stað orðanna >til alþingis* ætti því að standa »til vorþingis«. — ftaunar segir i vísu Harðar, sem hann á að hafa kveðið, er hann spurði sekt sína: Gjöra réð geymir stórra gullhringa á alþingi ósa enn at visu elds fægi útlægan. En allar visur sögunnar eru álitnar kveðnar um 400 árum eptir dauða Harðar, og verður því ekki meira mark tekið á þeim en sögunni sjálfri, og ekkert, ef þær eru í mótsögn við liana, því að hún byggist á fornri sögu af sannsögulegum viðburðum, þótt mjög hafi hún verið orðum aukin, er hún var færð í þann búning, sem hún er í nú. En þá er að líta á hitt, að þeir mágar Indriði og Illugi fara til Kjalarnessþings, en ekki til Þinghólsþings. Sig. Vigfússon tekur það réttilega fram, að Illugi hefir getað »átt áríðandi erindi til Kjalar- nessþings, þó að hann væri þar ekki í þingi«. Indriði hefir senni- lega verið í sama þingi og þeir Hörðr og Torfi, úr því að líörðr leitar til hans. Bent var á, að likur væru til þess, að Illugi hafi haft mannaforráð, að minsta kosti áður en hann fiutti að Hólmi, og nú má helzt ráða af þessari frásögn, að hann hafi verið í Kjalar- nessþingi, — hvort heldur hann hefir verið goðorðsmaður eða ekki. En hafi Illugi á Innra-Hólmi verið í Kjalarnessþingi, þá eru líkur fyrir þvi, að þingamótin hafi ekki verið staðbundin við Hvalfjörð og Botnsá, heldur verið innar og þá helzt við fjöllin. Samkvæmt þeirri skoðun, að fjórðungamótin hafi getað vcrið við Hvítá og í miðju Þverárþingi, ef 1 þriðjungur þess var allur annars vegar, má þá (ef þingamótin hafa verið við fjöllin) eins ætla, að fjórðungamótin hafi getað verið við Hvalfjörð og Botnsá, ef 1 þriðjungur Kjalarnessþings hefir verið heill fyrir vestan Botnsá. En hafi fjórðungamótin ekki verið við Hvítá á þessum tímum og ekki verið annars staðar en þingamótin vóru, þá verða mest líkindi til, að þau (fjm.) hafa verið við Hafnarfjali og Skarðsheiði, hafi Illugi verið í Kjalarnessþingi. En ekki munu verða færðar sönnur á, að Illugi eða aðrir í þessum sveitum hafi verið í Kjalarnessþingi á þessum tímum, og þó að það væri víst, að Iilugi hefði verið það, þá sannaði það ekkert fyllilega um fjórðungamótin, því að hann gat verið þar í þingi sem annars fjórð- ungs maður samkvæpit lofi. En af sögunni sést ekki annað, en að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.