Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 10
ió Geirólfs(gnúps) árið 1391. Á kirkjulegri skiptingu byggist það og vafalaust, sem sagt er í Skálholtsannál ‘), að árið 1347 hafi verið svo til reiknað, að nær 400 manna hafi andast í bólnasótt (hinni fjórðu) inilli Hvitskeggs-hvamms og Botnsár, innan söinu takmarka og ost- gjaldið til Viðeyjar var látið ná að árið 1226. Ennfremur eru allar líkur til þess, að Botnsá hafi þegar á þjóðveldistímabilinu skilið hreppa, Kjósarhrepp og Strandarhrepp. Hreppamót voru ákveðin með landamerkjum!). — Nú eru við Botnsá bæði sóknamót og hreppamót. Árið 1226 virðist Botnsá þá*hafa aðgreint mjög þingsóknir Kjalarnessþings (Bryndælagoðorðs) og Þverárþings (Lundarmanna- goðorðs), og líklega hafa þá jafnframt verið við hana sóknamót og hreppamót. En á engu verður með vissu séð, að við hana hafi þá verið fjórðungamót. Að svo hafi ekki verið, virðist ef til vill mega ráða af frásögninni í Sturlunga sögu (I, bls. 327) um, að Snorri Sturluson hafi stefnt Magnúsi góða skóggangsstefnu til Þverárþings. Magnús, sem var goði í Kjalarnessþingi, alsherjargoði, kallaðist utan- þingsmaður í Þverárþingi. »En Snorri bað hann þar vorn fram færa. Eptir þat for Snorri heim, ok for malvm sinum fram aa Þverarþingi, ok varþ Magnus sekr skogar-maðr«. Þar sem Magnús var sjálfur goði í Kjalarnessþingi, sem var undir öllum kringumstæðum í öðrum fjórðungi en það þing, er Snorri stefndi honum til, er lítt skiljanlegt, að Snorri hafi farið hér að samkvæmt nokkrum lögum, eða að dóm- urinn og allar þessar aðfarir hafi verið annað en markleysa ein, en það virðist samt sem áður benda til þess, að það hafi ekki þótt nein óhæfa eða óvenja, að Lundarmannagoði stefndi manni úr þessu hér- aði til Þverárþings og það með lögum, nefnilega þingmanni sínum sem Lundarmannagoða. Verður að vísu ekki mikið bygt á þessu dæmi, en þareð svo sérstaklega stendur hér á með Magnús, virðist það ekki heldur verða notað sem sönnun fyrir því, að slík stefna úr þessu héraði hafi alls ekki getað átt sér stað og aldrei getað verið lögleg, svo lengi sem hin gamla og stjórnarfarslega þinga- og fjórðunga-skipun hélzt. En jafnvel þó að Snorri hefði átt hlut í ein- hverju goðorði í Kjalarnessþingi og sem goðorðsmaður þar haft mannaforráð fyrir sunnan Botnsá, þá hefði slík stefna verið óeðlileg og ólögleg, hefðu fjórðungamótin verið við Botnsá. Snorri átti hluta í goðorði í Húnavatnsþingi í Norðlendingafjórðungi og því þingmenn ‘) Storm, ísl. ann., bls. 213. s) Grág. I. b., bls. 171 o. s. frv. Sbr. Maurer, Island, bls. 278 o. s. frv. og hreppr í reg. aptanvið ntg. Yilhj. Tinsens af Skálhb. bls. 624—25.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.