Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 3
3
*
terium, hörpur ok gígjur*; eitt handrit neðanmáls bætir við: »oc
fiþlur«; en þetta síðasttalda er út í Miklagarði. I sama bindi, bls.
356 segir Einar Skúlason í vísu: »hinn er slær fiðlu«. í 11. b., bls.
353, segir hann og í vísu: »danskr harri metr dýrra — fiðlur*.
Víðar er fiðla nefnd og önnur »söngtól«.
Það er liklegt, að fiðla þessi, sem er enn einfaldari en langspil, sje
með líku lagi og hún var í gamla daga eða fornöld.
Jeg hefi Hjeð í þýskri orðabók þann skilning, að gígja er haft i
víðara skilningi um hljóðfæri, sem eru með strengjum, þó líklega
ekki um hörpu, sem bæði er svo stór, og eldgamalt nafn; en fiðla er
þar meira ákveðið hljóðfæri«.
Þetta ritaði Sigurður í skrána og er það, sem hann tekur fram
um það, hvar getið er um fiðlu í fornsögunum, einnig nefnt í ritgjörð
ungfrú Hortense Panum, og margt fleira, bæði hörpu, gígju og fiðlu
við komandi; um hörpu ritaði hún sjerstaka grein, sem birtist í sama
tímariti 2 árum áður (Aarsberetning 1903, bls. 107 o. s. frv.). Gera
ritgerðir þessar það óþarft að fara hjer frekar út í, hvað um fiðluna
er að firma í fornritunum, enda er lítið á því að græða.
Til útfyllingar á lýsingu Sigurðar og skýringar á meðfylgjandi
myndum skal nú þessari fiðlu lýst nokkru ger.
Hliðfjalirnar eru 70 cm. á 1.; aftur úr þeim gengur auk þess
dálítil tota neðst, 2,3 cm að 1. og álíka breið nm miðju; gegnum
hana eru reknir naglar í ávala þverslá, sem er sett fyrir aftan gafl-
inn neðst tii styrktar, er hert er á strengjunum; er hún 12,5 cm.
að 1 og mun gaflinn hafa haft þá breidd, en nú er hann 12 cm.
breiður, og minni efst, dregst að sjer fyrír ofan yfirþiljuna, svo að
hann er 11,3 cm. nú efst. Hann er 1,5 cm. að þykt. Hliðfjalirnar
eru 4 mm. að þykt neðst, en um 7 efst. Þær eru beinar á rönd of-
an og neðan, 5,8 cm. að breidd fremst, þar sem þær eru negldar á
hausinn, og 12 cm. aftast, þar sem þær eru negldar á gaflinn. Skor-
ið er úr hliðunum á hausnum og gaflinum fyrir hliðfjölunum. Gafl-
inn er því 13 cm. að br. nú rjett fyrir ofan hliðfjalirnar. Hann er
20,3 cm. að hæð nú, en eitthvað hefur verið numið ofan af honum,
óvÍ8t hve mikið, hefur þar verið greyptur látúnsvír í röndina, undir
strengina. Brúnirnar eru þar teknar af og eru randirnar á gaflinum
ávalar á alla 3 vegu fyrir ofan yfirþiljuna. Gaflinn er nú dálítið
skakkur að ofan, svo að látúnsnaglarnir 6, sem strengjunum er fest
á, eru nú 10 — 13 mm. frá yfirbrún gaflsins. Að líkindum hafa þeir
verið um 15 mm. frá brúninni í fyrstu, en 2—5 mm. verið teknir
ofan af gaflinum. Milli yztu naglanna eru 7,4 cm. og bilin milli
þeirra nokkurn veginn jöfn. — Þversláin fyrir aftan gaflinn neðst