Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 14
10 sögn Sig. V., sennilega eftir Einari snikkara, um að stóll bafi fyígt henni, »verið hafður undir strengjunum við digrari endann«, og svo þessi'nýi stóll, sem ekki kemur þó heim við sögn Sig. V., ef svo á að skilja hana, að stóllinn hafi verið hafður kyr undir strengjunum En aðgætandi er, að S. V. kann að hafa átt við hreyfanlegan stól, er hafður hafi verið til þess að afmarka tónhæðina á strengjunum; orða- iagið bendir jafnvel á það: »engar hafa verið á henni nótur, en »stóll«, sem kallaður er, hafður undir strengjunum við digrari end- ann, er (þ. e. stólinn) færa mátti til, og þó leikið (spilað) á mjórri endann*. Hann getur þess ekki með einu orði, að tónhæðin hafi verið afmörkuð með fingrunum á vinstri hendinni á hinn afar-ein- kennilega hátt, er þeim bar saman um, Stefáni og bræðrunum, Jóni og Jakobi Árnasonum. En hafi þeir Einar og S. V. álitið, að slíkur stóll hafi fylgt fyrruin og átt að fylgja fiðlu þessari, og þessi nýi stóll smíðaður til slíks, þá er varla neinn vafi á því, að þeir hafa verið í því efni á algerlega rangri skoðun. Raunar var leikið þann- ig á einstrenginginn, sbr. bls. 114 í Aarsbr. 1905, ritg. H. Panum; en lýsingar Stefáns, og þeirra bræðra þó einkum, taka hjer af all- an vafa, því að þekking þeirra og lýsing á fiðluleiknura var komin beint að kalla frá fyrverandi eiganda og notanda þessarar sömu flðlu, svo sem áður er skýrt frá. Sjera Bjarni segir, að strengjanaglarnir sjeu við breiðari endann á Kelduhverfisflðlunni, en stóllinn undir strengjunum nálægt mjórri endanum og að boginn hafi verið dreginn yflr strenginn vinstra megin við stólinn Þetta er eðlilegt og sennilega rjett, en ekki kemur þetta heim við Þjóðminjasafns-flðluna; á henni eru strengja- naglarnireða skrúfurnar í hausnum við w/dm endann.og stóliinn hæfir þeim endanum einnig; og eðlilegt erað sá endinn sje vinstra megin, en boginn dreginn yflr hinn endann. En aðgætandi er, að stóllinn er nýlegur og að þetta fyrirkomulag kemur ekki heim við lýsingu Sig- urðar Vigfússonar. Eðlilegast hefði verið, að stóllinn hefði verið nálægt breiðari endanum og boginn dreginn rjett við hann, vinstra megin, og mjórri endinn snúið til vinstri eins og þeir bræður segja lika, að hann hafi verið látinn gera. Á mynd, sem hjer fylgir með, sýnir Jakob Árnason hversu spilað var á fiðlu Sigurðar bróður hans, að því er hann minnist. Stóllinn er ekki hafður á (við mjórri endann), því að Jakob og Jón bróðir hans hafa fullyrt, að stóll hafi enginn verið á fiðlu Sigurðar.—Ekki er óhugsandi, að þessi nýlegi stóll sje af misskilningi eða misminni gerður of lítill og að hann hefði að rjettu lagi átt að vera svo breið- ur og hár, að hann væri mátulegur undir strenginn uálægt breiðari

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.