Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Page 12
8 spilinu og líkum hljóðfærum er sjálfsagt yngri umbót, eins og haus- inn á því með lyklunum til þess að stilla strengina. Uno v. Troil erkibiskup lýsir svo fiðlu í ferðasögu sinni (Bref etc., bls. 70, sbr. ísl. skemt., bls. 268), að hún hafi verið með tveim hrosshársstrengjum, og Magnús konferenzráð Stephensen segir (Is- land i det 18. Aarh., bls. 227, sbr. Isl. skemt. 1. c.) að fiðlan hafi verið óþolandi hljóðfæri; hún hafi oftast verið gjörð þannig úr garði, að grófur strengur, spunninn og tvinnaður úr hrosshári, hafi verið strengdur yfir afiangan trjekassa, holan, og svo leikið með enn grófari boga. Þessi lýsing er að vísu nokkuð hrossalega orðuð og af litlum góðvilja í garð fiðlunnar, en hún mun þó allrjett, að því er gerð strengjanna og eínkum efni þeirra snertir á þeim tíma, sem hún er frá. Hún kemur heim við lýsingu Unos von Troil og hina merkilegu gátu um fiðluna, sem Olafur Davíðsson hefur birt í grein sinni um fiðluna (í ísl. skemt, bls. 268) og svo hljóðar þar: Hver er sú höldar hæla? Hún er beðin að fremja söng, Hún þarf tíu þræla, að þjóna sjer um sinnisgaung. Handarbökum höldar að henni snúa. Holgórn þessi hrundin er, sem hermi eg hjer, og hára ber hún grúa1). Þetta síðasta á sjálfsagt við það, að hrosshársstrengir voru á flðlunni, eins og líka 01. D. tekur fram. — Með orðinu »holgóm(a)« er að mínu áliti ekki beinlínis átt við það, að »trjekassinn er holur«, eins Ól. D. segir, heldur bendir það til þess, að fiðlan er »hol« að neðan, nefnilega botnlaus. Upprunalega hefur fiðlan að líkindum verið ein- trjáningur, holaður innan og opinn að neðan. Á það, og svo enn- fremur á hitt, að hún var með hrosshársstrengjum fyrrum, bendir vikivakaerindi það, er Ól. D. getur um (s. st.): b Likara er til, að gátan hafi upprunalega verið orðuð svona: Hver er sú œenn hæla? hún er beðin fremja söng. Þarf hún tíu þræla þjónustu um sinnisgöng. Handarbökum höldar að ’enni snúa. Holgóma sú hrundin er, svo herm’ eg þjer, og hára ber ’ún grúa.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.