Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 15
11 endanura. En eins raiklar líkur eru til þess, að enginn stóll hafi verið á fiðlu þessari fyrrum, úr því að fiðla Sigurðar, sem gerð hef- ur verið að mestu í líkingu við þessa, var stóllaus. Boginn, sem er hjer með á myndunum og Jakob heldur i hendi sjer, tilheyrir langspili, sem er í Þjóðminjasafninu. Fiðlubogar hafa verið af sömu gerð og þessi. Getið var um hjer að framan i lýsingu á fiðlu Þjóðminjasafns- ins, að 2 litlir lálúnskengir sjeu festir í yfirfjölina nálægt breiðari end- anum, og ókunnugt tnlið, til hvers þeir hafi verið Jakob Arnason minnist þess ekki, að slíkir kengir hafi verið á fiðlu Sigurðar bróð- ur síns, en getur þess til, að fiðluboginn hafi með þeim verið festur við fiðluna, öðrum enda hans smeygt undir band, er hnýtt hafi ver- ið í þessa kengi; hversu hinum endanum hefur verið fest við er þá óvíst, sennilega með bandi um hann og utan um fiðluna framan til. Fiðlur þær, er Magnús Stephensen hefur sjeð og lýsir, virðast ekki hafa verið með botni, en hvort þær hafi verið það, sem sjera Helgi lýsir, er óvíst; sennilega hafa þær þó haft botn, eftir lýsingu hans að dæma, enda í rauninni verið langspil, þótt fiðlur hjeti, ef hann skýrir rjett frá Kelduhverfisfiðla sjera Bjarna er botnlaus. Um Möðruvallafiðluna verður ekki sagt af myndinni, en þó mun mega telja víst, samkvæmt því er áður var frá skýrt, að hún hafi engan botn haít. Þjóðminjasafnsfiðlan er botnlaus. Það er því í meira lagl ótrúlegt, að fiðla Sigurðar í Garðsauka hafi verið með botni, svo sem Jón bróður hans minti. Hafi hún verið það, þá hef- ur það verið nýbreytni (í líkingu við langspilin), eins og hitt, að sauma hana saman í stað þess að negla. — Botnlaus átti ísleusk fiðla víst að vera að rjettu lagi. Á átjándu aldai' fiðlunum, er þeir v. Troil og M. St. lýsa, hafa verið 1-2 strengir (úr hrosshári), á Kelduhverfis- og Möðruvallafiðl- unum 2 strengir (úr látúni eða stálvír), á Garðsaukafiðlunni 4 (úr girni) og Þjóðminjasafnsfiðlunni, sem mun aðallega hafa verið fyrir- mynd hinnar síðast töldu, eru, svo sem áður var lýst, skrúfur í hausnum nú fyrir 4 strengi, en naglar í gaflinum fyrir 6 strengi. Þessi strengjafjöldi á henni og Garðsaukafiðlunni er að öllum lík- indum nýbreytni, gerð í líkingu við fyrirkomulag á langspilum, sem stundum voru með 4 strengjum, en oftast með 3, — eða máske öllu heldur gerð í líkingu við fyrirkomulag á fiólínum, sem venjulegast hafa 4 strengi; að eins afbrigði, svo sem Harðangursfiðlan, er með fieiri strengjum (undirstrengjum), en hún er ekki mjög gömul, nje önnur margstrengjuð hljóðfæri af svipaðri gerð, dregin með boga.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.