Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 48
Skýrsla. I. Aðalfundur híns íslenska Fornleifafjelags 1919. Aðalfundur fjelagsins var haldinn 12. júlídag 1919. Formaður mintist fyrst látinna fjelagsmanna: prófessors dr. Bjarnar M. Olsens og bókavarðar dr. Kr. Kálunds í Kaupmannahöfn. Þá lagði formaður fram endurskoðaðan reikning fjelagsins um árið 1918. Hann gat þeirra vandkvæða, er á væri um útgáfu Ar- bókarinnar sökum afarverðs á pappír og prentun, enda hefði hann farið fram á það við landsstjórn og þing, að styrkur fjelagsins af landssjóði yrði hækkaður upp í 1000 kr. og auk þess veittar 500 kr. á ári til örnefnasöfnunar. Síðan reifði formaður lagabreytingarmálið frá upphafi og lagði fyrir fundinn að fella eða samþykkja frumvarp það, er endurskoð- unarnefnd og fulltrúar höfðu orðið á sáttir og aukafundur samþykt 21. maídag þ. á. Var frumvarpið síðan samþykt í einu hljóði Að lokum var samþykt tillaga fulltrúafundar um, að hin nýju lög skuli ganga í gildi í ársbyrjun 1920. Stjórnarkosning fór svo, að þjóðminjavörður Matth Þórðarson, var kosinn varaformaður í stað B. M. Ólsens, en að öðru leyti var öll gamla stjórnin endurkosin. II. Stjórnendur fjelagsins. Formaður: Pálmi Pálsson, yfirkennari. Varaforraaður: Matth. Þórðarson, þjóðminjavörður. Fulltrúar: Guðmundur Helgason, prófastur. Hannes Þorsteinsson, aðstoðarskjalavörður. Jón Jacobson, landsbókavörður. Jón Þorkelsson, dr. þjóðskjalavörður. Magnús Helgason, skólastjóri. Matth. Þórðarson, þjóðminjavörður. Skrifari: Jón Jacobson, landsbókavörður.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.