Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 20
16 »sön«) í handritunura, en hjer mun Guðmundur þó einmitt hafa bent á leiðina til að lagfæra þennan gallann. Sturla segir svo í landnámabók sinni, 245. kap., og Haukur eftir bonum í 209. kap. sinnar bókar, að Hróaldr sonur Höskulds í Skörðum (Stb. Skörðvík) hafi átt Ægileifu dóttur Hrólfs Helgasonar hins magra. Það má hvorttveggja liklegt telja, að Hróaldr haíi búið í Skörðum eftir föð- ur sinn og að önundr faðir Ofeigs hafi einnig búið þar á undan Ofeigi, en af því leiðir aflur, að líklegt er að önundr hafi verið son Hróalds og Ægileifar; og að svo hafi verið virðist þessi slitrótta ættartala í VI. kap. benda á. Eyðuna mætti því fylla þannig: (önundr hét faðir hans) Hróalds son ok Ægileifar, systur lngjalds í Gnúpufelli (Hrólfssonar Helgasonar ens roagra).’) III. Útgefandinn kallar XIII, —XX kap. sögunnar »Þóris þátt Helgasonar ok Þórkels háks«. I byrjun XIII. kap, 5—6. 1, er rakin ætt Þóris, þannig: »Þórir Helga son, Valþjófs sonar, Helga sonar ens magra«. Samkvæ.ut þessu er Valþjófr og talinn Helga- son í nafnatalinu aftan við söguna. Útgefandinn gjörir enga at- hugaseim. við þessa skekkju, og mætti því ætla að hjer væri að eins um prentvillu eð.t slíka vangá að ræða. En víst er, að þetta er skakt; Valþjófr var ekki sonur Helga, heldur sonarsonur; hann var sonur Hrólfs í Gnúpufelli og bróðir Ægileifar, er rætt var um fyr. Þeir Þórir og bræðurnir Einar og Guðmundr ríki voru fjór- ratmningar, en þeir Þórir og Þorkell hákr þremenningar. Þannig skýrir Sturla frá ætt Þóris í 233 kap. lnb. sinnar og svo Haukur aftur í 199. kap sinnar, og verður engin ástæða sjeð til að ósanna það. A milli »Valþjófs sonar« og »Helga sonar ens magra« ætti því að auka inn í »Hrólfs sonar«. IV í XX. kap. er rætt um ætt þeirra bræðra Eilífs og Brúna í Gnúpufelli og kvenna þeirra, en óljóst mjög. I 19. 1. XIII. kap. *) Rannar væri hngsanlegt, að hjer hefði verið vikið að tengdum þeim, sem getið er i þessum sömu kapitulum í landnámabókunum, að verið hafi milli Hróalds Höskuldssonar í Skörðum og Hrólfs Ingjíldssonar Hrólfssonar Helgasonar ens magra), og að hjer hefði þá staðið svo: (Önundr hét faðir hans) ok vóru þau þremenn- ingar ok Guðrúa, er Hrólfr átti Ingjaldsson (Hrólfssonar Helgasonar ens magra.) Mætti fylla eyðuna rjett nt þannig, en óliklegra virðist, að þessa hafi verið getið fremur en hins, þvi að þetta kemur ekki beinlínis framætt Ofeigs sjálís við. — Hrólfr, maður Quðrúnar (Ketilsdóttnr) er raunar ekki nefndur Ingjaldsson í landnámabókun- um, en eins og tekið er fram i nafnatalinu við útg. í Khöfn 1900 (Pínns Jónssonar) er enginn vafi á þ' í, að hjer er átt víð Hrólf son Ingjalds Hrólfssonar í Grnúpufelli. Verður hans getið aftur hjer á eftir. Sbr. ennfr. Melsteð, Isl. s. II., 530.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.