Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 18
14 beins) áttu tveir bræðr Sæmundar. — Kolbeinn Flosason var graf- inn í Fljótshverfi, en hón (þ. e. Guðríðr) færði hann til Rauðalækjar«. Sýnilegt er, að þessi frásögn um Kolbein og Guðríði og dætur þeirra er síðari viðbót við kapítulann og að hún hefur hlotið að vera tengd við hann, síðustu setnirjgar hans, með einhverjum orð- nm, er nú vantar. Utgefandinn skýrir frá því, hversu dr. Hallgrím- ur Scheving hefur reynt að bæta hjer úr, nefniiega með því að telja Guðríði dóttur þeirra Sörla og Þórdísar, en útgefandi tekur það jafnframt fram, að það sje þó mjög efasamt hvort þetta sje rjett og vísar til formála síns fyrir útgáfunni, þar sem hann ritar um þetta á bls. XXVI—XXVII. Sjálfum veiður honum það á þar, að láta ruglast af rangri ættartölu í 315. kap. í landnámabók Hauks. Þar stendur svona: Son Valla-Brands var Flosi faðir Kolbeins föður Guðrúnár, er Sæmundur hinn fróði átti. Flosi átti Guðrúnu Þóris- dóttur Skeggbroddasonar. Þeirra synir váru þeir Kolbeinn, er fyr var nefndr, ok Bjarni faðir Bjarna föður Flosa föður Valgerðar móð- ur herra Erlends föður Hauks«. — Má því merkilegt heita, ef Haukur hefur sjálfur ritað þessa lokleysu, og þó einkum er þess er gætt, að í 232. kap. er rjett ritað eftir bók Sturlu: »Þórir (son Skeggbrodda Víga-Bjarna sonar Broddhelga sonar) átti Steinunni dóttur Þorgríms híns hára. Þeirra dóttir var Guðrún er átti Flosi son Kolbeins; þeirra son Bjarni faðir Bjarna«. I 315. kap. í bók Hauks er ruglað saman Flosa föður Kolbeins, Valla-Brandssyni, og Flosa syni Kolbeins.. A milli orðanna »Flosi átti« ætti að standa »son Kolbeins«, og í stað orðanna »þeirra synir vóru þeir Kolbeinn, er fyr var nefndr ok Bjarni« ætti einungis að standa: þeirra son var Bjarni *) — Guðm. Þorláksson hefur sjeð að þessi ranga ættar- tala í Hauksbók gat »varla á nokkurn hátt staðist«, og »hefur því heldur varla staðið í Ljósvs.« Getur hann þess síðar, að svo segi á því handritsblaði af Þorsteinsþætti stangarhöggs, sem er úr sömu skinnbók og það blað úr Ljósvs., sem þessi endir V. kap. er á, Á. M. 162 C. fol., að þessi Guðríður, sem Kolbeinn Flosason lögmaður átti, hafi verið dóttir Höllu Víga Bjarnadóttur. í öðrum handritum af þættinum eru Halla og Guðríður taldar systur, dætur Bjarna, en það er sýnilega rangt; sama er að segja um hina fyrri ágiskun Guðmundar Þorlákssonar út af þessu, þar sem hann kemst svo að orði (á bls. XXVII): »Eitthvað þessu líkt mun nú hafa staðið í Ljósvetninga sögu, og hefur Guðriður þá annaðhvort verið látin vera ‘) í ísl. ártíðaskrám, Kh. 1893—96, hefur Hauksbókarvillan rekið upp höfuðið á bls. 65 og i I. eg X. ættaskrá,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.