Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 13
ð Hrosshár í strengjum og holað innan trje; eigi átti hann fiðlari meira fje. Síðar hafa menn fundið upp á því að hafa vírstrengi á fiðlunni og sennilega tekið það eftir langspilinu; og loks hefur Sigurður Árna- son í Garðsauka girnisstrengi á sinni fiðlu, tekur það eftir fíólíninu, en vart mun það hafa veiið siður, enda hefur víst hans fiðla verið með þeim síðustu, er gerðar voru, og máske síðust, að undantek- inui fiðlu þeirri, er sjera Bjarni ljet smíða sjer eftir síðustu aldamót. Að hafa (hross)hársstrengi var ekki einstakt um fiðluna; eftir því er segir í gömlum norrænum þjóðvísum hefur fyrrum verið haft hár í hörpustrenginn og finskar þjóðsögur herma, að til forna hafi strengirnir á kantelunni finsku verið snúnir saman úr hrosshári.1) Þau Ól. D. og llortense Panum skildu ekki, hvað átt var við með 5. línu gátunnar: »Handarbökum höldar að henni snúa«, en af skýrslu Jóns Árnasonar var ljóst, að það var einmitt við eigandi lýs- ing á því, hversu einkennilega höndunum var haldið, er leikið var, einkum vinstri hendi; og við lýsingu Jóns kemur lýsing Stefáns Er- lendssonar og sömuleiðis Jakobs, bróður Jóns, að þessu leyti alger- lega heim. Vikivakaerindið, gátau, lýsingar v. Troii og Magnúsar Steph- ensens eiga að líkindum við fiðlu með líku lagi og er á Keldu- hverfisfiðlunni, nema hvað efnið í strengjunum snertir og, að því er lýsingu v. Troil viðvíkur, tölu þeirra, því að hann segir að ekki sjeu 2, heldur 1 strengur á fiðlunni. Síst er að fortaka, að fiðlur með 1 streng hafi verið til fyrrum, og liklega hefur upphaflega ver- ið að eins 1 strengur á fiðlunni, hvort sem hún er afkomandi og af- brigði af hinum forna einstrengingi (monokord) eins og ungfrú H. Panum ætlar (Aarsberetn. 1905, 158) eða hún er honum eldri og óskyld, svo sem jeg hygg að hún sje. — En auk strengjanna, efnis þeirra og tölu, er og annað athugavert í því efni, hversu líkar þess- ar fiðlur, sem lýst er á 18. öldinni, hafi verið Kelduhverfisfiðlunni; það er hvort á þeim hafi veiið stóll eða ekki. Það verður ekki sjeð af lýsingunum, nje gátunni eða vikivakaerindinu; og það er allsendis óvíst, ef taka má mark á því, að enginn stóll er sýndur á Möðruvallafiðiunni, sem annars er þó af sömu gerð, og því, að Jón Árnason kvað engan stói hafa verið á fiðlu Sigurðar bróður síns. Enginn gamail stóll fylgir heldur Þjóðminjasafns-fiðlunni, en að vísu ‘) Sbr. ritg. Hort. PanQm, Aaraberetn. 1905, bU. 139 og 156. 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.