Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 22
18 nú var sagt, og var sonur Þóris snepils, en faðir Þorgeirs goða var nefndur enn hávi og var sonur Þóris Grímssonar gráfeldarmúla. VI. Aftast í XXVII. kap (1. 122—23) hefur Guðmundur Þor- láksson leiðrjett orðin »Einars Guðmundar bróður«, sem standa í öll- um handritunum, í »Einars Járskeggjasonar* og í aths. neðan máis tæpir hann á því, að þessi Einar Járnskeggjason, »þveræingr« nefnd- ur í XXIV. kap., 139 l., hafi verið sonarson Einars gamla þveræings Eyjólfssonar, bróður Guðmundar ríka. En ekki víkur Guðraundur Þorláksson oftar að þessu og nefnir engan föður Járnskeggja þessa, föður Einars, í nafnatalinu. Það yrði þó að teljast, að Járnskeggi faðir Einars þveræings yngra hafi einmitt verið sonurEinars þveræings eldra, þótt það væri ekki víst, sem það raunar er. En er Járnskeggja Einars- sonar þá ekki getið í sögunni? Jú, að vísu. Járnskeggi, einnig nefndur að eins Skeggi, er mjög riðinn við frásögnina í XXIX kap. Það hefur þó ekki verið Guðmundi Ijóst, að Járnskeggi sá sje faðir Einars Járn- skeggjasonar, því að hann segrr neðanmáls í aths. við orð Járn- skeggja, sem sýna að söguritarinn lítur svo á, að hann sje skyldur Möðrvellingum: »Járn-Skeggi þessi hefir þá átt að vera í ætt við Möðruvellinga, en eigi vitum vér til að hans sé annars staðar getið en hér«; og í nafnatalinu greinir hann tvo Járnskeggja, þennan og föður Einars. Nú nær það vitanlega engri átt, að til hafi verið eða að nefndir sje í sögunni tveir menn samtímis og náskyldir með þessu sama einkenniiega, samsetta nafni. Það virðist ekki geta ver- ið nokkur vafi á því, að Einar þveræingur yngri Járnskeggjason hafi verið talinn, og það því auðvitað af söguritaranum einnig, sonur Járnskeggja þess, sem riðinn er við frásögnina í XXIX. kap., og að Járnskeggi þessí hafi verið son Einars Þveræings eldra. Þeir eru og allir nefndir í Bandamannasögu, feðgarnir þrír, Einar, Járnskeggi og Einar son hans. VII. Nú skulu ekki gerðar fleiri atbugasemdir við ættartölur í sögunni, en bent á það þrent af ýmsu fleira í nafnatalinu aftan við greinda útgáfu af henni, að »Arnórr faðir Hallvarðar (sem sennilega er villa fyrir Þórfinns) í Húsavík« er »Arnórr Þorgrimsson í Reykja- hlíð«, að >Koðrán (f. Álfdísar)«, er Koðrán að Giljá, Eilífsson arnar (sbr. Landnb.), og að Konáll faðir Einars, fóstra Guðmundar ríka, var ekki Sokkason, heldur sonur Ketils hörzka, og voru þeir systkina- synir Einar og Guðmundr. Konáll Sokkason var bróðursonarsonur Einars; Sokki á Breiðamýri var sonur Þórðar Konálssonar, bróður Einars (sbr Landnb.).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.