Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 32
28 af Maríu, móður Jesú, og heldur hún á honum á vinstri handlegg sjer. Hún hefur kórónu á höfði Þau virðast brosa bæði. Glóríur eru um höfuð, grafnar á undir- skjöld, sem annars gengur allur út í geisla (möndlu- glóría). María stendur á nýmána og er hann með and- liti í bugnum; hann er á grúfu Alt er þetta úr silfri og gylt, 4,7 cm. að h. og 4 cm. að br. Fyrir neðan eru 2 ógyltar silfurdoppur, þverm 1,5 cm. og þó smá- doppa úr silfri, gylt, í milli þeirra, og ein hvoru megin út frá henni, en uppi yfir eru 2 og fyrir ofan þær aft- ur aðrar 3 slíkar smádoppur, allar eins og í kransinum, sem er utan um alt saman. Hver doppa er eins og 7 smáskálar, 1 í miðju og 6 umhverfis. Líklega er á þessu öllu enskt verk frá síðari hluta 15. aldar. — Frá Grundarkirkju í Eyjafirði. Fylgdi jafnan hinum merka • Grundar-kaleik, sem er nú i Vídalíns-safni. Má heita mjög lítið skemt og er vandaður gripur. — Sbr. Kor- póralshúsið frá Skálholtsdómkirkju (Árb 1909, bls. 50 til 51, m. mynd). — Tillagt Grundarkirkju af Þórunni Jónsdóttur byskups Arasonar fyrir 1 hndr samkv. brjefi (í brjefabók Guðbr. byskups) gerðu 1551. 7054. 8l/io Matthías Ásgeirsson, sveinn í Reykjavík: Ldtúmhnappur, kringlóttur og hvelfdur, einfaldur, með upphleyptu verki að ofan, þverm. 1,8 cm. Útlendur. Fundinn í gömlum bæjarmoldum í Skriðu í Fljótsdal. 7055. a-d— Likkistuhöldur 5, snúnar járnhöldur, líkar kistilshöldum, 1. mismunandi, 7,2—9,7 cm. Þær leika í kengjum, sem hafa verið reknir í kistuna og hafa gengið í gegnum tinaðar járnþynnur, ferstrendar, 3,6 cm. að þvermáli; af þeim fylgja 3. Ennfremur 4 járnnaglar slegnir, um 3 þuml. (8 cm.) langir. Loks 5 járngaddar, sem hafa haldið saman borðunum í kistunni. - Kom þetta upp úr Leirár-kirkjugarði um sumarið þ á., er grafinn var þar Olafur Jónsson frá Geldingsá. Úr hvers líkkistu þetta er verður ekki ákveðið; tilhsefulaus ágiskun, að hjer hafi verið komið ofan á kistu Odds lögmanns Sig- urðssonar. — Afh. af fornminjaverði. 7056. 4/ii Koparhjalla, lítil, þverm. neðst 17,4 cm, en 9 efst, h. 13,5 ctn. og halda upp af, h. 9 cm. Haldan er í lögun sem skáhyrningur, br. 7.1 og þ. 1,5 cm. Ofan á hett- unni er merki steyparans, B með þverstriki yfir legg-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.