Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 21
17 var þess að eins látið getið, að þeir væru »komnir frá Helga enum magra* og í 8.—11. 1. XX. kap. stendur svo þetta: »móðir Þórkels háks var Guðríðr, er Þórgeirr goði átti, ok hennar móðir var dóttir Hrólfs Ingjaldssonar í Gnúpufelli; ok var frændsemi með þeim Þór- katli ok þeim bræðrum í Gnúpufelli*. Útgefatidinn tekur það fra^ að Guðlaug móðir Guðríðar sje talin í landnámabók dóttir fírólfs í Gnúpufelli, Helgasonar ens magra, og að það sje eflaust rjettara. Svo er og. En villan í sögunni er þó líklega ekki beinlínis þannig til komin, að höfundurinn hafi ætlað að telja (Guðlaugu) móður Guð- ríðar dóttur Hrólfs Ingjaldssonar í Gnúpufelli í stað Hrólfs afa hans í Gnúpufelli, eða skrifað í ógáti »Ingjaldssonar« fyiir »Helgasonar«. — Nokkur »Hrólfr Ingjaldsson í Gnúpufelli« mun raunar hvergi nefndur annars staðar, en sá »Hrólfr í Gnúpufelli«, sem Haukur nefnir í 209. kap. lnb. sinnar, svo sem fyr var getið, er vafalaust þessi sami »Hrólfr Ingjaldsson í Gnúpufelli«, sem hjer er nefndur, eins og áður var tekið fram, og svo álítur höfundur nafnatalsins aftan við K.hafnar-útg. (Finns Jónaeonar) frá 1900, Björn Bjarnason. — En hvernig er villan þá komin til? Ekkert virðist líklegra en að þeir bræður Brúni og Eilífr í Gnúpufelli hafi verið beinír afkomendur þeirra Gnúpufells-feðga, en þá verður varla hjá því komist að telja þá sonu þessa »Hrólfs In- gjaldssonar í Gnúpufelli«. Það er sennilegast að þeir hafi verið ætt- færðir hjer. Nú verður villan skiljanleg; hún er blátt áfram ritvilla, hlaupið frá >Hrólfs« til »Hrólfs«. Á eftir »dóttir« vantar orðin: » Hrólfs Helga sonarens magra. Enþeir brœðr Brúni ok Eilifr vóru sgnir<. V. Nú verður skamt skekkja í milli. Framhaldið af ættartölu þeirri, er nú var leiðrjett, er svona (11.—13. 1): Hlenni enn spaki bjó þá í Saurbæ; þeir vóru bræðra synir ok Þórgeirr goði«. Útgef- andinn segir sem von var, að þetta muni »eflaust rangt«, og bendir til ættfærslu landnb. Þar er sagt (í 237. kap. hjá Sturlu og eftir því í 202. kap. hjá Hauki), að faðir Hlenna, sem þar er nefndur enn gamli, hafi heitið Ormr (ekki örnólfr eins og sagt er í X kap. Víga- Glúms sögu) töskubak og verið bróðir Þorkels svarta, sem átti Guð- laugu frá Gnúpufelli, Hrólfs dóttur Helga sonar ens magra, og með henni Guðríði konu Þorgeirs goða að Ljósavatni; »þau vóru brœðra börn ók Guðrlðr kona Þórgeirs goða«- ætti þvi að standa í stað orð- anna: »þeir vóru bræðra synir ok Þórgeirr goði«. Villan er mjög skiljanleg, einkum er þess er gætt, að feður þeirra hjóna Þórgeirs og Guðríðar vóru nafnar, hjetu báðir Þórkell og vóru báðir Þóris- synir, en faðir Guðríðar var að viðurnefni kallaður enn svarti, sem 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.