Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 4
4 er 1,5 cm að þ. og 2,1 að br. Hún, hliðar báðar, yfirþilja og gafl eru öll úr furu. Yfirþiljan er 7,4 cm. að br. fremst, þar sem hún er negld ofan á hausinn; 10 cm. aftar er hún 9,3 cm., 10 aftar enn er hún 10,8 cm. að br Hún nær aftur að gaflinum og er 6,8 cm. að 1. Við gaflinn væri hún nú 13,6 cm., væri hún heil, en dálítið hefur sprungið úr röndinni annari, þeirri sem að snýr, ef hausinn er til hægri handar. 20 cm. fyrir framan gaflinn er br. 13 cm., 10 cm. framar er hún 12,8 og enn 10 framar ll,8cm., og 8 fr.imar, 20 cm. frá fremri enda, 10,8 cm. svo sem fyr segir; beygjan á röndunum á yfirþiljunni er aðallega um 40 cm. frá gaflinum. Yfirþiljan er neðst greypt lítið eitt inn í gaflinn, og á hausnum er skorið úr fyrir allri þykt hennar, 5 mm. Hljóðop 3, í lögun sem rjett eða öfugt S, eru á henni; 2 aftan til, 11,5 frá gafli, 7 cm. að 1, og hið 3. 4,3 cm frá gafli, 8,5 cm. að 1.; þau eru 1,3 og 1,5 cm. (hið fremsta) að br. um miðju, en ganga út í odd til endanna. Innan við þau aftari eru aftast 1,2 cm. víð, kringlótt göt, sett i samband við þau til að sjá. Um 4 cm. fyrir framan gaflinn eru festir 2 litlir látúns- kengir í yfirþiljuna; annar er hjer um bil á miðju, en hinn, sem nú er að mestu brotinn af, er 1,7 cm. frá vinstri brúninni; 3,6 cm. á milli þeirra. Sá, sem enn er heill, er 8 mm að hæð og jafn- breiður. Endarnir ná að eins gegnum þiljuna. — Okunnugt er að svo stöddu til hvers þeBsir kengir hafa verið, en þeirra verður minst frekar síðar. — Ofan á fremri enda þiljanna og að litlu leyti ofan á aftari enda haussins er negldur eins konar fastastóll, sem strengirnir eru lagðir yfir. Hann er úr birki, 5 cm. að hæð og 7,4 að br., neðst 8,3 og á 5,4 cm. br. fæti að framan. Hann hefur brotnað og síðan verið spengdur með látúnsspöngum. Dálitið hefur verið tekið ofan af honum eins og gaflinum, óvíst hve mikið, og skornar 4—5 nýjar skorur i röndina fyrir strengina. Lausa-stóll fylgir, nýlegur, gerður úr birki; hann er 5,5 cm. að hæð og tollir því ekki undir strengjunum aftan til, en er mátulega hár og breiður, 7.2 cm. mest, til að vera undir þeim fyrir framan fremsta hljóðop, um 8 cm. fyrir aftan fasta stólinn. Kemur það ekki heim við lýsingu Sigurðar Vigfússonar, þar sem hann segir, að stóllinn hafi verið »hafður undir strengjunum við digrari endann«, en vel við hitt, að leikið hafi verið »á mjórri endann*.1). Lengd strengjanna, af gafli á fasta stólinn, er 65 cm, og þá 57 cm af gafli á lausa stólinn, sje haun hafður 8 cm. frá hinum fasta, svo j: ,1) Hngsast g®ti að skilja bæri orð S. V, öðruvisi en hjer er gjört; verður vikið að þvi siðar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.