Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 1
Manngerðir hellar i Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Víða um heim hafa menn gert hús með því að mynda hella neðanjarðar eða í hólum og hlíðum, þar sem auðunnar steintegundir hafa verið fyrir. Þannig eru á Egyptalandi og Indlandi manngerð hellismusíeri frá fyrri íímum, og í Norðurálfu hafa menn sums staðar búið í hellum, ekki einungis löngu áður en sögur hófust, heldur jafn- vel allt fram á vora tíma, svo sem á Spáni og Frakklandi, í Sviss og Austurríki. Alkunnir eru einnig hinir fornu grafhellar eða graf- hvelfingar í Austurlöndum, á Egyptalandi og í Ítalíu; kannast allir við frásögnina um gröf Jesú frá Nazaret, gröf Tút-ank-amens og kata- komburnar í Róm1). í nágrannalöndum vorum munu menn ekki hafa fengizt við þess konar húsagerð, þótt skilyrði virðist hafa verið þar sums staðar fyllilega eins góð og annars staðar, þar sem menn hafa gert sér hús á þann hátt. Annað mál er það, þótt þessu sé skylt að vísu, að menn hafa einstöku sinnum notað þar hella, sem hafa fundizt í náttúrunni, t. d. Mikjálshelli á Þelamörku, þar sem forðum var kirkja. Hér á landi hafa menn einnig notað stundum slíka hella, t. d. sekir menn, sem lagzt hafa út; sums staðar eru þeir, eða hafa verið, notaðir fyrir sauðfé, og sums staðar til matvælageymslu eða búshluta. Skal ekki gerð frekar grein fyrir þess konar hellum hér, heldur skýrt nokkuð frá ýmsum manngerðum hellum, sem ég athug- aði í Rangárþingi sumarið 1917 og í Árnesþingi haustið 1919. Brynj- úlfur Jónsson frá Minna-Núpi hafði skoðað suma þeirra áður og birt greinir um þá í árbókum félagins, fyrst um einn helli á Geldingalæk og annan á Ægissíðu í árbókinni 1900, bls. 5—7, og síðan um nokkra hella í árbókinni 1905, bls. 52—55, nefnilega hjá Þorleifs- stöðum, Vatnsdal, Þórunúpi og Efra-Hvoli. í árbókinni 1902 birti hann enn fremur athuganir um hella undir Eyjafjöllum, bls. 24—29, sem hann áleit gerða suma (4) af mannahöndum, að mestu eða öllu 1) Dálítið yfirlit yfir manngerða hella víða um heim er í Höhlenkunde eftir Franz Kraus, Wien 1894, bls. 178—93. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.