Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 1
Manngerðir hellar
i Rangárvallasýslu og Árnessýslu.
Víða um heim hafa menn gert hús með því að mynda hella
neðanjarðar eða í hólum og hlíðum, þar sem auðunnar steintegundir
hafa verið fyrir. Þannig eru á Egyptalandi og Indlandi manngerð
hellismusíeri frá fyrri íímum, og í Norðurálfu hafa menn sums staðar
búið í hellum, ekki einungis löngu áður en sögur hófust, heldur jafn-
vel allt fram á vora tíma, svo sem á Spáni og Frakklandi, í Sviss
og Austurríki. Alkunnir eru einnig hinir fornu grafhellar eða graf-
hvelfingar í Austurlöndum, á Egyptalandi og í Ítalíu; kannast allir við
frásögnina um gröf Jesú frá Nazaret, gröf Tút-ank-amens og kata-
komburnar í Róm1). í nágrannalöndum vorum munu menn ekki hafa
fengizt við þess konar húsagerð, þótt skilyrði virðist hafa verið þar
sums staðar fyllilega eins góð og annars staðar, þar sem menn hafa
gert sér hús á þann hátt. Annað mál er það, þótt þessu sé skylt að
vísu, að menn hafa einstöku sinnum notað þar hella, sem hafa
fundizt í náttúrunni, t. d. Mikjálshelli á Þelamörku, þar sem forðum
var kirkja. Hér á landi hafa menn einnig notað stundum slíka hella,
t. d. sekir menn, sem lagzt hafa út; sums staðar eru þeir, eða hafa
verið, notaðir fyrir sauðfé, og sums staðar til matvælageymslu eða
búshluta. Skal ekki gerð frekar grein fyrir þess konar hellum hér,
heldur skýrt nokkuð frá ýmsum manngerðum hellum, sem ég athug-
aði í Rangárþingi sumarið 1917 og í Árnesþingi haustið 1919. Brynj-
úlfur Jónsson frá Minna-Núpi hafði skoðað suma þeirra áður og birt
greinir um þá í árbókum félagins, fyrst um einn helli á Geldingalæk
og annan á Ægissíðu í árbókinni 1900, bls. 5—7, og síðan um
nokkra hella í árbókinni 1905, bls. 52—55, nefnilega hjá Þorleifs-
stöðum, Vatnsdal, Þórunúpi og Efra-Hvoli. í árbókinni 1902 birti
hann enn fremur athuganir um hella undir Eyjafjöllum, bls. 24—29,
sem hann áleit gerða suma (4) af mannahöndum, að mestu eða öllu
1) Dálítið yfirlit yfir manngerða hella víða um heim er í Höhlenkunde
eftir Franz Kraus, Wien 1894, bls. 178—93.
1