Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 4
4
bestaaer af samme Sandsteens-art, drager jeg noget i Tvivl, saasom
de ligge höit oppe i et af Vulcaner öiensynlig omtumlet Bierg, men
denne min Formodning faaer at beroe til jeg engang reiser der
forbi«. —
Árið 1817 safnaði fornleifanefndin í Kaupmannahöfn skýrslum
presta um »fornaldar-leifar« hér á landi. í erindi nefndarinnar var
óskað eftir skýrslum m. a. um steina með rúnum á og bent til, að
stundum fyndust »slikar ritgjördir í hellrum«. Þetta gaf prestum til-
efni til að geta um hellana í skýrslum sínum. Kemur fæst af því
beinlínis við því máli, sem hér er um að ræða, t. d. lýsingar á Rúts-
helli, Paradísarhelli, Snorraríki o. s. frv. Hér skal að eins bent á tvær
af þessum skýrslum sérstaklega, nefnilega skýrslu séra Einars Þor-
leifssonar í Quttormshaga og skýrslu séra Jakobs Árnasonar í Gaul-
verjabæ. Séra Einar getur um marga hella, og gerir það ekki vegna
áletrana í þeim, heldur af því, að hann hefur álitið þá sjálfa merki-
lega. Hann lýsir þó ekki hellunum neitt; segir hvar þeir eru og til
hvers þeir séu notaðir. Hann getur fyrst um hella á þessum bæj-
um í Árbæjarsókn:
»í Litlu-Tungu, einn hellir með stúku út úr, sem brúkaður er til
að geyma inni i sauðfé, og svo hey í öðrum parti hellirsins.
Hellir á Brekkum, innan sömu sóknar, þó ekki eins merki-
legur.
í Moldar-Tungu í sömu sókn eru og svo tveir hellrar.
Hellir hjá Árbæ, sem brúkaður er til heygeymslu; allir hér skrif-
aðir hellrar meinast að vera fornmannaverk«.
Síðan segir hann enn fremur:
»Á Skammbeinsstöðum innan Marteinstungusóknar er einn forn-
mannahellir, sem brúkaður er til sauðfjárgeymslu á vetur.
Á Lýtingsstöðum er einn hellir, sem hafður er til fjárgeymslu á
vetur, sem meinast og svo að sé eftir fornmenn.
í Þjóðólfshaga í Marteinstungusókn eru þrír hellrar; einn brúk-
aður til heygeymslu, annar fyrir fjárgeymslu á vetur, hinn
þriðji fyrir lömb; í heyhellirnum eru þrjár stúkur eða af-
hellrar, af hverjum tvær hafa ei orðið kannaðar, hvað lang-
ar vera muni, og þess vegna tilluktar og hlaðið upp í dyrnar«.
Séra Jakob getur þar á móti hellanna að eins á þessa leið:
»Skiönt her og der findes adskillige paa en vis Maade udhuggne
Sandsteens-Huler, Hellrar, haver jeg dog ikke mærket til tydelig
gammel Skrift i disse, som jeg haver beseet; de bruges som ofest
til Faarehuse eller Höelader. — Man kunde med Tiden faae Lejlig-
hed at see sig videre om i denne Henseende«. — Um 20 árum síða