Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 6
6 hellrar og víðar«. Enn fremur segir höfundurinn, Gunnlögur Odds- son, á bls. 192 frá hellum í Árnessýslu: »í Flóa er hellir nokkr í móberg, er brúkaðr er til íbúðar; í Laugardalsfjalli eru hellrar tveir, er Laugardalshellrar eru kallaðir1), þar hafa sæluhús verit«. í sóknalýsingum þeim, sem prestar um Rangárvallasýslu og Árnessýslu rituðu fyrir Bókmenntafélagið kringum 1840 og nú eru í nr. 19 fol. i hrs. þess í Landsbókasafninu, er mjög víða getið um hina manngerðu hella; eru sums staðar nokkrar lýsingar af þeim og sérstaklega skýrt frá stærð þeirra. Höfundunum dylst það engan veginn að margir þeirra, sem þeir skrifa um, eru gerðir af manna höndum; þeir taka það jafnvel beinlínis fram og þykir sýnilega ekki sérlega mikið til þess koma eða hellarnir neitt merkilegir, en skýra frá þeim blátt áfram af því, að sérstaklega hafði verið spurt um hella. Af því að flestar skýrslur prestanna eru að sumu leyti merki- legar við rannsókn þessa máls, verða þær teknar hér í heild sem við- auki við þessa ritgerð, og vísast til þeirra í hellalýsingunum hér á eftir. Árið 1873 ferðaðist Kr. Kálund um Suðurland^); í bók sinni, Bidrag til en hist. topograf. Beskrivelse af Island (Kbh. 1877—82), I., bls. 212, getur hann þess, að í Landmannahreppi og Holtamanna- hreppi, og raunar í flestum sveitum í Rangárvallasýslu »findes adskil- lige huler (hellrar), sá vel kunstige som naturlige. Man ansér dem for sá bekvemme til fáre- og hohuse, at man ofte hugger sig sá- danne, hvor en blodere stenart findes«. Síðan vitnar hann í það, sem Sveinn Pálsson segir, og enn fremur getur hann um nautahelli í Odda á 12. öld, sem sagt er frá í Biskupa sögum, I, bls. 320 (og 346—7), að fallið hafi. Er sú saga einkar merkileg í þessu sambandi, því að hún sýnir og sannar að á 12. öld (ofanverðri) hafa hellar, sem að öllum líkindum hafa verið manngerðir, verið notaðir til nautageymslu í Odda, tveir eða að minnsta kosti einn. Frásögnin er i sögu Þorláks byskups hins helga, hinni yngri, og í jarteinabók hans, þeirri er Páll byskup lét lesa upp á alþingi 1199. Er ástæða til að taka upp þessa frásögn hér, því að slikra (manngerðra) hella mun ekki annars staðar getið í fornum ritum vorum. Jarteinabókin er eldri en sagan og frásögnin í sögunni virðist tekin eftir jarteinabókinni, en stytt dálí'ið og breytt. í jarteinabókinni er sagt þannig frá, — að því slepptu, sem hér er óþarft að taka upp í þessu sambandi: »í Odda varþ sá atbvrþr, at navtahellir fell, ok vrþo þar vndir xij navt, þav oll hofþo þegar bana, ok var náliga hvert bein þeira brotit, ok engi iþr ósavkuþ í þeim.---------Þar varþ vndir biargino 1) Sbr. Árb. 1902, bls. 27—28. 2) Sbr. Landfrs. tsl. IV., bls. 90.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.