Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 7
7 meþ oþrom navtom oxi mikill ok góþr. En er menn komo til hellis- ins, þá sá menn þat, at vndan biargino tók hofvt oxans þess ens mikla, ok þat var kvikt, en náliga var mannhæþ at biargino er á oxanom lá. Þá var til farit at hoggva biargit af oxanom ok verit at mikinn hlvt dags. —--------— En er bergit var fært af oxanom, þá var (hann) reistr vpp ok stvddr, meþan hann fór vt ór hellinom, en þá gekk hann þegar einnsaman til annars hellis ok át þegar mat sinn inn sama aftan ok var ekki bein brotit né knýtt, ok þótti þat af þvero frá glikindom vera ollom þeim monnom, er deili visso á, er ekki var hvert bein brotit í honom sem oþrum navtom, þeim er vndir slíkom þvnga hefþo verit«. Þessir nautahellar í Odda hafa eflaust verið í móbergshól og manngerðir. Þar sem þeir hafa verið gerðir fyrir naut hefur verið hyllzt til að grafa þá ekki djúpt í jörðu, en sennilega hefur sá er féll, þ. e. loftið féll í, verið of grunnt. — Nú eru engir hellar í Odda heima við bæinn, svo menn viti um, en syðst í túninu, milli býl- anna Kraga og Ekru, er einkennileg, djúp og kröpp laut, sem um- mæli eru um en í dag, eftir sögn Skúla Skúlasonar, fyrrum prófasts í Odda, að sé eftir nautahelli, sem þar hafi fallið niður einhvern tima í fyrndinni. — Ekki vissi séra Skúli til að neinn eystra þekkti jarteinasöguna um hellishrunið í Odda og kvaðst hann bezt gæti trúað því, að sögnin um þennan hrunda nautahelli hefði jafnan lifað þar í munnmælum. Sennilega getur hér verið um sama hellinn að ræða. — Steingrímur prófastur Jónsson í Odda, síðar byskup, segir einnig í skýrslu sinni til fornleifanefndarinnar 1818, þar sem honum verður tilrætt um hólana í Odda-túni: »Ekki er ólíklegt, að þeir sums staðar séu holir, en vissulega mættu þeir víða hvar útholast til hellra, og sjást þess merki í suðurhala túnsins, er kallast Hellirs- dalir, að þar muni hafa hellrar verið, en sem ráða má af þeim þar djúpu og mjóu lautum, að hafi saman fallið. Nú er það allt gras- gróið. Sagt er, að i fornöld hafi þar fjósið verið. Hellar þeir á Móeiðarhvoli, sem Sveinn Pálsson og Gunnlögur Oddsson geta um, munu nú eyðilagðir eða aflagðir, en nefndir eru þeir enn á updrætti herforingjaráðsins (48 NA) 1908. Allir telja þeir hiklaust, Sveinn, Gunnlögur og Kálund, að hell- arnir séu margir hverjir manngerðir, og sama segja nokkrir prest- anna í sóknalýsingum sínum um ýmsa af hellunum, bæði i Rang- árvallasýslu og Árnessýslu. Á þvi er ekki heldur neinn vafi, og þessum höfundum virðist vera kunnugt um, að það sé á allra vitorði, enda lítur út fyrir, og sumir segja það beinlínis, að þeir viti jafnframt til þess, að slíkir hellar séu þá, eða hafi til skamms tíma verið búnir til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.