Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 9
9 eða forskáli hans, fallið niður að gólfi. — Gólfið í vestari hellinunv er miklu hærra nú en í eystri hellinuni, vegna sauðataðs á gólfinu; er hæðin hér aðeins /*—1 m. Breidd beggja hellanna er framan til 5,15 m. til samans, en hefur verið nokkru meiri niður við hið upprunalega gólf. Inni við stoðina, sem er 5,50 m. frá gólfi eystra hellisins, er breiddin 6,20 m. til samans, nefnilega í vestari hell- inum 2,40 m„ stoðin 0.70 m., og í eystri hellinum 3,10 m. Stoðin er um 50—60 cm. á hinn veginn. Hún er 5‘/2 m. frá gólfi vestari hell- isins. Opið fyrir innan hana er 1 m að lengd og um 20—30 cm. að hæð. Vestari hellirinn er að breidd við gólf innst 3,45 m. og hæðin 1,95, en nokkurt tað er á gólfi. Hann skáir í gafl. 3'/2—4 m. frá gólfi eru skorur í báðum veggjum fyrir þverslá. Eystri hellirinn er 3,60 m. að breidd innst. Stallur er við gafl (sbr. 1 '). og svo sem hell- irinn hafi verið breikkaður um það. Hæðin er hér 1,60 m. en mikil skán á gólfi. Hellisbreikkanin byrjar um 7 m. frá gólfi vestari hellisins, og þvi framar nokkru en stoðin er. Milliveggur hefur líklega aldrei ver- ið framan-til og er hellirinn að mestu óbreyttur. Strompur er í eystri hellinum, 3,50 m. frá gafli, 80—95 cm. að vídd neðst, ca. 1,50 m. um miðju, en gengur svo saman í mjótt op (sbr. 2), í vestari hellinum eru krotaðir upphafsstafir og ártöl frá siðari hluta síðustu aldar. Þórunúps-hellar. Á Þórunúpi er hellir einn mikill2), langt nokk- uð austur frá bænum, inn með læk, sem rennur þar fram hjá, og er hellirinn fyrir norðan lækinn í brekku. Inngangur mót suðri. Forskál- inn er hruninn saman og má þó smjúga inn undir bergið yfir for- skálanum. Auðveldari inngangur er inn um smáhelli, líklega heyhelli,. sem er við hlið hinns, fyrir austan hann; er hann að vísu líka fallinn að framan, en stórt op er milli niðurhrunsins og bergsins og göng eru úr þessum hellisskúta inn í aðalhellinn. Stutti hellirinn er að breidd 3,50 m. og hæð 2 m., en mold er á gólfi. Lengdin hefir líklega ekki verið mikið meiri en breiddin. Hleðsla sést hægra megin inngangs þess, sem verið hefur, og frá henni er lengdin 3,30 m. Strompur er nærri við austurvegg og er fallinn saman að ofan, en sér þó upp úr^ vídd 75—85 cm. — M. Þ. o. fl. nýlegir stafir sjást hér. — Inngang- urinn yfir í aðalhellinn er innst í vesturhlið við gaflinn. Hann er með boghvelfingu og er að breidd við gólfið 1 m., en hæðin er við af- hellinn 1,20 m. og við aðalhellinn 1,10 m., en í miðju 90 cm. — Að- alhellirinn er að lengd 22.40 m. frá forskálahleðslu inn í smá-útskot, sem étizt hafa inn í gaflinn. Hann er beinn og fallega lagaður, öld- 1) Á meðfylgjandi myndblöðum hér fyrir aftan. 2) Sbr. Árbók 1905, bls. 54^
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.