Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 12
12
fullur af mold, að aðeins ca. 10—15 cm. eru milli moldarlagsins og
hvelfingarloftsins framantil; innar er hann líklega blindfullur. — Ofaná
sést hringur, ca. 14 m. frá opinu; þar mun strompurinn hafa verið.—
Unnt væri að moka hellinn upp, þ. e. moka allri moldinni út, en
það er margra manna verk í marga daga.
Þorleifsstaða-hellir. Á Þorleifsstöðum er hellir, sjá Árb. Forn-
leifafél. 1905, bls. 51—53. Hellirinn er manngerður; kann þó að hafa
verið skúti hér áður svo sem víðar, Forskáli er enginn, en hlaðnir
kampar beggja vegna við innganginn, sem er 1 m. að vídd. Holur
eru í kampana fyrir slagbrand. Undir bergbrúnina er nú 1,70 m.
Lengd hellisins frá kömpunum og inn að gafli er 12V2 m. Hellirinn
er að mestu jafnviður; víkkar þó nokkuð að framan, og aftur er hann
víðari innst. Um miðju er víddin við gólfið 2,60 m., inni við stallana
(útskotin) 2,90 m.; vikkar fremst út í 3,50—4 m.; er útskot, skvompa,
útundir að sunnanverðu. Hæðin undir loft er minnst framantil, 2
m., inneftir allt að 3—4 m. að lengd, smáhækkar svo, og inni á móts
við stallana er hæðin 2,90 m. Lögun á þverskurði er eins og 5.
2lU m. frá gafli er stallur á hvelfingunni niður báða veggi og nær niður
að gólfi. Verður breiddin þar 3 72 m. og hæð mest, innst, 3,60. m. Hér er
strompur á, mjög víður, um 1 '/s m. að þverm., og ný-hlaðinn upp. Berg-
ið er um 1 m. að þykkt yfir hvelfingunni, en strompurinn er ekki á miðju,
heldur við suðurvegg. Hæðin frá gólfi og upp í gegn um strompinn er
7 m., en upp-úr er ca. ‘/3 m. — Ca. 1 m. frá stalli er á syðri veggnum
»mynd« sú, er Br. J. getur um. Hún er nokkuð á ská, umgjörðin
sporbaugsmynduð, lengd 1,15 m., breidd 53 cm. Lögunin er eins
og 6. Mun þetta vera náttúrunnar verk en ekki manna.
Vestra-Geldingalækjar-hellir. Á Vestri-Geldingalæk er hinn
merkilegi hellir, eiginlega hellispartur, sem Br. J. hefur lýst svo vel
í Árb. 1900, bls. 5—7. Skal hér aðeins gera litlar athugasemdir við
þá lýsing hans. — Það er vafalaust, að hellirinn hefur verið lengri,
líklega miklu lengri, og eru hin stóru jarðföll eða dældir í hólnum
innar af honum fram komin við það að hellisloftið hefur hrunið þar
niður. Forskálinn er nýlegur og þrepin niður há, 7 að tölu. — Lengd-
in á hellisgólfinu frá veggnum að innsta þrepi er 113/* m. Breiddin
við gaflvegginn niður við gólfið er 5‘/2 m., en annars er hann víðast
um 3'/3 m. að breidd við gólfið, og eru þar þó dálitiar skvompur
út undir alls staðar. Hæðin er innst um 3 m., en loftið fer lækkandi
utar-eftir og er hæðin 2 m. yzt, — allra yzt enn minna, og þar verður
hellirinn og mjór mjög. Þversum út í stúkuveggina, yfir þveran hellinn,.