Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 14
14 Gaddstaða-hellar. Á Gaddstöðum eru 2 smáhellar. — Nr. 1 er í suðvestur, kippkorn, frá bænum, höggvinn inn í dá- litla brekku. Er nú ónotaður og er forskálinn hruninn og mikið af mold runnið og hrunið inn í hellinn, einkum fremst. Hann er um 5 m. að lengd og ca. 2‘/2 að breidd, er lágur undir loft nú, svo að ganga verður hálf-boginn. Við veggi innst sjást garðapallar beggja vegna og yfir er hvelfing óhreyfð og laglega höggvin. Á suðurhlið eru höggnir nokkrir upphafsstafir og ártölin 1779, 1891, búmerki: T og fleira nýlegra. — Dyr snúa nú mót vestri. Nr. 2 er i landssuður frá Gaddstöðum (nýju), góðan spöl frá bænum. Hann er nú fullur af mold og sér aðeins litla laut þar sem var inngangurinn. Hann var notaður fyrrum fyrir lömb og tók að sögn um 20. Hella-hellar. Á Hellum á Landi eru 2, eða líklega 3 hellar, sem bærinn heitir eftir. Nr. 1 er skammt fyrir norðan bæinn og er þar í hól i tún- inu. Fram og vestur af opinu eða forskálanum er bvggður dálítill kofi, nýlegur, hafður fyrir geymsluskemmu. Hann er að innanmáli 4,35 X 2,20 m. Austur úr norð-austur horni kofans eða norðurhliðinni innst er byggður forskáli og er hann einnig nýlegur. Austurveggur hans er 5,50 m., en breiddin er ca. 1,50 m. í forskálanum eru 10 breið (ca. 60 cm.) þrep og beygist forskálinn nokkuð eða niðurgang- urinn vestur á við. Kofaveggurinn er við forskálann 1,70 m. og þrep- hæðin ca. 25 cm. — Innar af forskálanum er til hægri (að austan- verðu) skvompa mikil út undir bergið, sem hlaðið hefur verið upp fyrir framan, upp að lofti, 5 m. langur veggur, með sömu stefnu og suð-austurgafl kofans, og verður því 1,60 m. breiður stallur milli hans og eystri forskálaveggjarins. Gegnt forskálanum gengur svo sem horn fram á berginu og verður fjarlægðin 4,70 m. frá neðsta þrepi og að horninu, en 2,50 m. að veggnum undir skvompunni frá þessu horni. Myndast þannig dálítill afkimi eða krókur fyrir innan niður- ganginn eða þó nokkuð til hægri. Er hér á strompur, ca. 1 m. að þver- máli að neðan; er bergið ca. 30 cm. að þykkt hér, en þar yfir mold- arlag eða hleðsla, um 2 m. að þykkt, og þar yfir grjóthleðsla, ca. 1 m. — í horninu eru 2 stór berghöld, og skorur hafa verið gerðar í það, svo sem fyrir þverbitaenda, og sömuleiðis í bergvegginn á móti. Er breiddin hér 3 m. við gólfið. — Beygjan helzt innaf niðurgang- inum á suðurbergveggnum 4'/2 m., en síðan stefnir sá veggur nær beint 8V2 m. til útnorðurs og hefur þar verið útgangur, en nú er hlaðinn hér grjótveggur, 4'/2 m. á lengd og 2 m. hár, en op er frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.