Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 15
15
honum og upp að hvelfingu, um 2 m. hátt, og yzt gat á til að láta
hey inn um, ca. 1 m. að þvermáli; er þar þó önnur grjóthleðsla og
hellur upp af til beggja handa. — Hellisendinn myndar rétt horn
við grjótvegginn og er hér að kalla beinn bergveggur, 2,85 m. að
lengd, að rauf, sem þar er gerð, má ske fyrir slagbrand. Síðan kem-
ur horn, bogamyndað, 4 m. að ummáli, og gengur hér inn, í dálítinn
boga með 1 lágu (10 cm.) þrepi á gólfinu, mjór afhellir eða útgang-
ur, sem hefur síðan sömu stefnu og aðalhellirinn. En áður en hon-
um skal lýst verður að taka það fram: að hægri eða eystri veggur-
inn í aðalhellinum er bogamyndaður og 10'/2 m. að lengd (mælt í
boga); að hæðin er innst 3,85 m., en moldarlag allþykkt á gólfi;
nokkru utar 4 m., og nær yzt er hæðin meiri, þvi að þar er moldar-
lagið þunnt; að strompur er, 93 cm. að þvermáli, ca. 3'/* m. frá
bogahvelfingunni upp af berggaflinum. Bergið er hér ca. 50 cm. og
er þar byggður á ca. 3 m. hár strompur. Hvelfingin á aðalhellinum
er fremur flöt og bein, með upprunalegri gerð. — Gólfbreiddin var
yzt 3 m., sem sagt. í miðju er hún 4,60 m. og innst 5,30. Þverskurð-
ur er um miðjuna svo sem 10.
Þá er afhellirinn. Hann hefur nýlega verið mokaður upp framan-
til, eða fyrir innan aðalhellinn, en innst er hann enn fullur af mold. Hann
er nú mælanlegur 6SU m. inn að moldinni, en inneftir henni sér um
2 m. — Er lengd þessi mæld þaðan frá, sem endar bogahornið, er áð-
ur var getið, og er þar á gólfinu 25 cm. hátt þrep. Breiddin er við
þrepin 1,80 cm. og hæðin er við eða á innra þrepinu nær 2 m. — Inn-
ar er hæð og breidd dálítið meiri, en hvelfing og gólf eru allvel
jöfn og laglega mynduð, þverskurður svo sem 11.
Eftir því sem ráða má úti af jarðföllum 2 og holu, sem sýnist vera
gamall hellisútgangur, virðist þessi afhellir hafa verið alls 30 m. að
lengd. Munu hér í rauninni vera göng neðanjarðar milli tveggja hella.
Á bergveggnum í aðalhellinum er margs konar krot, upphafsstáf-
ir manna, er hér hafa búið að Hellum eða hingað komið í hellinn.
Við austurvegg stendur nú stór heystabbi, og sér því ekki, hvað þar
stendur á veggnum, en fyrir utan heyið má sjá: t. d. G S tvisvar,
^ , S I T og 1911 fyrir neðan, S , V E. Fyrir ofan heyið sjest:
5
og sömul. fyrir aftan: / 7 79 • EIR H, FG (nýlegir, upph.-
stafir núverandi bónda). S . —Fyririnn