Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 20
20
2,50 m. innst, 2,15 m. utar; síðan smávíkkar hellirinn og utantil eru
skvompur miklar til beggja hliða, svo að víddin verður við gólfið
8—8l/2 m. Hæðin er um 3 m., dálítið meiri utan-til, en miklu minni
í stúkunni, þó um 23A m. þar. Hefur verið byrjað að gera stromp
upp úr henni, en hætt við. Á gaflinum innst er kross, svo sem upp-
hleyptur, ca. 2—3 cm. að breidd hvor armur, en hæð krossins er
30,5 cm. og breidd 17,5 cm. Sbr. 18.
Nr. 3. Við hesthús fyrir austan fjósið, hinumegin við traðirnar.
Hesthúskampurinn hægramegin er forskálinn og er 12 allmikil þrep
niður að ganga. Var hellir þessi fullur af mold, en fannst við að
hestur rak niður fótinn þar sem nú er strompurinn. Jón bóndi hefur
höggvið djúpan brunn í hellisgólfið og komið þar fyrir dælu (Ólafs
Hjaltesteðs) til þess að dæla vatni upp eftir pípu, upp í hesthúsið.
Heitir hellir þessi því »Brunnhellir« (sbr. »B.H. 1909« á vegg hans).
Hann er óreglulega kringlóttur og að eins um 3—4 m. að þvermáli
og 2—3 m að hæð. í honum er geymdur matur, saltfiskur, rófur og
þess háttar.
Nr. 4 er litlu austar á túninu. Er hann og lítill og kringlóttur en
forskáli allmikill, með járnþaki yfir, er gerður fram af honum. Hann
er nú hafður fyrir kindur og er garði á miðju gólfi. Hellirinn er all-
djúpt í jörðu og eru 6 þrep mikil niður í hann. Hann er um 3—4 m. að
þvermáli og laglega hvelfdur, um 2 m. að hæð í miðju og er þar
strompur, bergið er um V* m. að þykkt og síðan hlaðið um 1 m.
upp, ca. 60 cm. neðst, en að eins ca. 10 cm. efst.
Nr. 5 er kippkorn suðaustar á túninu, er hann með 4'li m. löng-
um forskála og er í honum 1 þrep og allmikill halli niður. Efst er
forskáli ca. 6 m. að lengd, en hellirinn er sjálfur 13 m. að lengd frá
pallinum, þar sem forskálagólfið hættir, og tréstigi er lagður niður á
hellisgólfið. Úti við suðausturvegginn og innst er garði, og hellur á
rönd lagðar fyrir framan. Breiddin er framan-til, neðst við gólfið, ca.
3,50—3,70 m., en allur innri hlutinn er miklu breiðari og hærri, um
4 m. há hvelfing og strompur kringlóttur upp úr, nær 1 m. að vídd
neðst og ca. 60 cm. efst, höggvinn í gegnum ca. 1 m. þykkt berg,
og þar yfir er ca. 70 cm. þykkt moldarlag og hleðsla. Hann er
bogamyndaður í endann innst og skvompa mikil út-undir við gólfið
og rnoldarvegginn. Verður breiddin mest hér 7,20 m., eða meira, ef
mold væri hreinsuð úr skvompunni við gólfið, undir vestur-veggnum.
Höggför sjást hér ekki að ráði, en mjög mun hafa sprungið úr hell-
inum og mun hann vera manngerður að öllu leyti. — Hér var sem
milligerð framan-til og eru leifar af henni enn.
Nr. 6 er miklu norðar á túninu, norður við rásardæld, sem þar