Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 22
22 nú er mjög niðurgengt í hann. — Hann er nú hafður fyrir hey. Er nokkuð skeifumyndaður; lagleg hvelfing uppi yfir og víður strompur á henni miðri. Lengd er mest um 4,30 m. og breidd um 3,60 m. Hæðin er nú nær 4 m. frá gólfi. P J S 1910, 0: Páll Jóns- son (Guðmundssonar). Nr. 11 er í vestur-útsuður frá bænum, rúman tíma gang frá honum, hjá beitarhúsum, í svo-nefndum Hellishólum. Hann er með nýlegum forskála og eru 7 þrep niður að ganga. Hann er all-beinn, fremur lágur, þó vel manngengur í miðju, ca. 2 m. Er hafður fyrir ær, tekur fullt 100. Áður voru garðar við veggi, en nú er trégarði í miðju. 1 strompur nær innst. Lengdin er 22 m., en víddin er mjög misjöfn orðin við gólfið, mest um miðju, 6 m. Innst er mjórri tota, og innan-til, um strompinn, var hellirinn fullur af mold og því minna étinn út undir; þar er víddin nú 4 m.; sér þar enn garðapallana. — Inn-af hellinum gerði Jón Guðmundsson hlöðu 1899; allmikil, fer- hyrnd gryfja, gólf jafnlágt hellisgólfinu; en berg höggvið upp-úr og hlaðið ofan á, og sett járnþak yfir, og gluggi á einn veginn. í þverskurð lítur hellirinn svo út sem 23, t. d. um miðju, en út- skotin eru misjöfn, enda ekki upprunaleg. Nr. 12 er í sömu átt frá bænum, en miklu nær; hann er vest- an-í svo-nefndum Stekkjarhól, grafinn inn í hann, og er að eins lítinn halla niður að ganga. Við hann er nú, sem við hina hellana, nýleg- ur forskáli, og er hér byggð hlaða við forskálann undir sama þak. Hellirinn sjálfur er opinn mjög og gapandi að framan, og er hlaðinn veggur upp í opið að miklu leyti, en ekki nær hann þó upp að berginu. Hellir þessi er óreglulega hálfkringlumyndaður, um 8 m. að breidd og 5 m. frá veggnum og beint inn. Hann er vel 2 m. að hæð um miðju og strompur uppúr. Inn-undir við vegginn eru nú pallar með hellum á rönd upp-við, — garði í hálfhring. Víða hefur fallið úr loftinu eða hvelfingunni, en þó sést hin upprunalega lögun á henni sums staðar með höggförunum á. Litlu-Tungu-hellar. í Litlu-Tungu eru 2 hellar fyrir austan bæinn, báðir gamlir. Annar er nú lítið gjögur; var fullur af mold og gróið yfir, en hefur nú verið mokaður upp yzt, en er ónotaður enn. Uppgangur kann hafa verið upp á hlaðið, en sá endinn er ókannað- ur. — Rétt við er mjög stór hellir, í tvennu lagi og með tveim samhliða útgöngum móti suð-suðaustri. Vestari hlutinn er nú notaður » fyrir lömb yzt og hey innst. Stúka er út úr honum vinstramegin eða til suðvesturs, og eru göng út úr henni, nú full af mold; kvað þar hafa verið uppgangur upp á hlaðið, að sögn gamals manns, er hér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.