Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 22
22
nú er mjög niðurgengt í hann. — Hann er nú hafður fyrir hey. Er
nokkuð skeifumyndaður; lagleg hvelfing uppi yfir og víður strompur
á henni miðri. Lengd er mest um 4,30 m. og breidd um 3,60 m.
Hæðin er nú nær 4 m. frá gólfi. P J S 1910, 0: Páll Jóns-
son (Guðmundssonar).
Nr. 11 er í vestur-útsuður frá bænum, rúman tíma gang frá
honum, hjá beitarhúsum, í svo-nefndum Hellishólum. Hann er með
nýlegum forskála og eru 7 þrep niður að ganga. Hann er all-beinn,
fremur lágur, þó vel manngengur í miðju, ca. 2 m. Er hafður fyrir
ær, tekur fullt 100. Áður voru garðar við veggi, en nú er trégarði í
miðju. 1 strompur nær innst. Lengdin er 22 m., en víddin er mjög
misjöfn orðin við gólfið, mest um miðju, 6 m. Innst er mjórri tota,
og innan-til, um strompinn, var hellirinn fullur af mold og því minna
étinn út undir; þar er víddin nú 4 m.; sér þar enn garðapallana.
— Inn-af hellinum gerði Jón Guðmundsson hlöðu 1899; allmikil, fer-
hyrnd gryfja, gólf jafnlágt hellisgólfinu; en berg höggvið upp-úr og
hlaðið ofan á, og sett járnþak yfir, og gluggi á einn veginn.
í þverskurð lítur hellirinn svo út sem 23, t. d. um miðju, en út-
skotin eru misjöfn, enda ekki upprunaleg.
Nr. 12 er í sömu átt frá bænum, en miklu nær; hann er vest-
an-í svo-nefndum Stekkjarhól, grafinn inn í hann, og er að eins lítinn
halla niður að ganga. Við hann er nú, sem við hina hellana, nýleg-
ur forskáli, og er hér byggð hlaða við forskálann undir sama þak.
Hellirinn sjálfur er opinn mjög og gapandi að framan, og er hlaðinn
veggur upp í opið að miklu leyti, en ekki nær hann þó upp að
berginu. Hellir þessi er óreglulega hálfkringlumyndaður, um 8 m.
að breidd og 5 m. frá veggnum og beint inn. Hann er vel 2 m. að
hæð um miðju og strompur uppúr. Inn-undir við vegginn eru nú
pallar með hellum á rönd upp-við, — garði í hálfhring. Víða hefur
fallið úr loftinu eða hvelfingunni, en þó sést hin upprunalega lögun
á henni sums staðar með höggförunum á.
Litlu-Tungu-hellar. í Litlu-Tungu eru 2 hellar fyrir austan
bæinn, báðir gamlir. Annar er nú lítið gjögur; var fullur af mold og
gróið yfir, en hefur nú verið mokaður upp yzt, en er ónotaður enn.
Uppgangur kann hafa verið upp á hlaðið, en sá endinn er ókannað-
ur. — Rétt við er mjög stór hellir, í tvennu lagi og með tveim
samhliða útgöngum móti suð-suðaustri. Vestari hlutinn er nú notaður »
fyrir lömb yzt og hey innst. Stúka er út úr honum vinstramegin eða
til suðvesturs, og eru göng út úr henni, nú full af mold; kvað þar
hafa verið uppgangur upp á hlaðið, að sögn gamals manns, er hér