Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 26
26
upphlaðnir úr kökkum. Sá innri er svo að segja innst, en hinn er
2,30 m. frá bergbrúninni að framan. Þeir eru að vídd ca. 3/4 m. neðst
og gerðir gegn um ca. 40 cm. þykkt berg, fremur hart, en eitlalítið
móberg. — Höggför sjást víða á berginu, en sumstaðar hefur verið
sprengt og flísað úr því. Lögun virðist vera upprunaleg að öllu
leyti, nema hvað hann kann að vera nuddaður af kindum út-við
neðst. — Stromparnir ná nær 50—60 cm. upp úr: sjá 31.
Nr. 3 er rétt sunnan-við bæinn. Hann er með afarmiklum for-
skála úr torfi og grjóti, sem er hálfkringlumyndaður innst og mjókk-
ar frameftr, fram að dyrum, sem eru á þili fremst og með glugga
yfir. 7 stór þrep niður að ganga. Hellirinn er hafður fyrir fé og rúm-
ar um 40 kindur. Trégarði er á miðju gólfi. — Hellir þessi er að
lengd9m., breidd að sjá jöfn, 3—3,50 m.; hvelfing regluleg og fallega
bogamynduð, hæð undir loft innst 2 lU m., en minni fremst, ca. 1,90
m., því að á 2—3 m. löngu bili gengur hvelfingin á ská niður fremst.
— Strax við neðsta þrepið er gangur vestur-úr í afhelli lítinn og er
þar nú garði í fyrir 16 kindur. Vestast þar verður fyrir moldar-nið-
urhrun, og hefur hellirinn verið lengri þar út-undir, en norður-úr
þessum afhelli er gangur inn í annan afhelli, sem gengur frá aðal-
hellinum innar, nær því inni við botn. í báðum þessum afhellum er
lægra gólf. Útnorður-úr innri afhellinum er nú gangur yfir í hey-
hlöðu, sem þar er grafin í jörðu; þar var inngangur í utan-frá áður
og forskáli yfir. — Fremri afhellirinn er að lengd (frá suðri til norðurs)
4 m., en á hinn veginn nú 2lls m., og hæð 1,70 m. — Milligangurinn
er að vidd 1,40 m. neðst, vel hvelfdur og 1,30 að hæð; lengd milli-
gangs er 1,80 m. neðst, en vitanlega þykkari milliveggur ofantil. —
Innri afhellirinn er að lengd 7 m. og breidd 2,20 og ca. 3 m. að
hæð. Milligangurinn milli afhellisins er tregtmyndaður beggja vegna,
og kampar engir, svipaður inngangi i fremri afhellinn að hæð og vídd.
En inngangurinn í innri afhellinn er að hæð 2,15 m. og vídd neðst
1,15, og er hann 1,85 m. langur. — Að austanverðu er op, fyllt af mold,
og virðist veggurinn þar hruninn, 4,50 m. frá neðsta þrepi Kann vera,
að hér hafi verið inngangur inn í þennan helli áður. — Beint inn
úr gaflinum austast er inngangur í 3. afhellinn. Inngangurinn er að
vídd 1,05 m. — 1,95 m. (neðst), og hæð 2,10 m., og eru göngin að
lengd 1,70 m.; jetið úr þó beggja vegna neðst, og er því styttra þar,
ca. 50 cm. Þessi afhellir var hálfur af mold. Nú er 3 m. breitt bil í
á gólfi fyrir innan innganginn, en séð verður ca. 3 m. yfir moldina
til vesturs og skriðið 5 m. til austurs. Breidd er 4,60 m. og hæðin
ca. 2,50. Nokkru fyrir austan innganginn er smábás í suðurvegg
þessa afhellis. Á þessum afhelli eru 2 strompar, sinn hvoru megin við